Stjórnarkjör 2020

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir:

  Til 2ja ára: varaformann, vararitara og 2. meðstjórnanda

Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2020, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila  á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Sæunnargötu 2a Borgarnesi, beint  til formanns kjörstjórnar, Guðrúnar Helgu Andrésdóttur, eða samkv. 17.gr. laga félagsins, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 2. mars. 2020.

Hvert það framboð er gilt sem fram kemur innan þess tíma og hefur skriflegt samþykki þeirra sem framboðslistann skipa.

Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að leggja fram eftirfarandi lista vegna stjórnarkjörs 2020.

Komi ekki fram fleiri listar teljast þeir sem trúnaðarráð hefur gert tillögu um sjálfkjörnir:

 

Varaform.:     Sigrún Reynisdóttir, Gerplustræti 19, 270  Mosfellsbæ, til 2ja ára

Vararitari:      Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Sunnubraut 3b, 370 Búðardal, til 2ja ára

2.meðstj.: Jakob Hermannsson, Ásavegi 3, 311 Hvanneyri, til 2ja ára 


Borgarnesi, 13.feb. 2020 

      Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei