Stjórnarkjör 2023

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórnarkjör 2023

 

Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir:

Til 2ja ára:formann, ritara og 1. meðstjórnanda.

Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2023, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, merkt formanni kjörstjórnar, Eygló Lind, fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 23. febrúrar 2023.

Hvert það framboð er gilt sem fram kemur innan þess tíma og hefur skriflegt samþykki þeirra sem framboðslistann skipa.

Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að leggja fram eftirfarandi lista vegna stjórnarkjörs 2023. –  til 2ja ára. Komi ekki fram fleiri listar teljast þeir sem trúnaðarráð hefur gert tillögu um sjálfkjörnir:

 

Formaður: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Þórólfsgötu 21a, 310 Borgarnesi

Ritari: Einar Reynisson, Sóltúni 7, 311 Hvanneyri

1.meðstj.: Elín Ósk Sigurðardóttir, Brákarbraut 8, 310 Borgarnesi,

Borgarnesi, 9. febrúar 2023

 

          Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei