Stjórn orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að selja sumarhús félagasins í Ölfusborgum. Ljóst var að húsið var komið á tíma varðandi viðhald ásamt fleirum kostnaðarsömum framkvæmdum sem lágu fyrir í hverfinu sjálfu. Þótti því réttast að þessu sinni að selja. Var það AFL starfsgreinasamband á Austurlandi er keypti og gengið hefur nú verið frá sölunni. Ekki hefur verið tekin ákörðun innan stjórnar orlofssjóðs um kaup á öðru húsi en gert er ráð fyrir að það muni skýrast þegar líður á árið.