Stjórn Orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands hefur samþykkt að framlengja umsóknarfrest um sumarhúsin í sumar til 4.maí og úthlutun fer fram e.h. þann 5. maí. Félagar hafa svo til 20. maí að greiða.
Frá 21. maí gildir svo reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Eins og áður hefur komið fram verða skiptidagar hjá félaginu í sumar á miðvikudögum.
Þá vill stjórn orlofssjóðs einnig vekja athygli á því að e.t.v. verður útleigan ekki bundin við viku, þ.e. einungis verði leigðir 5 eða 6 dagar. Þetta verður auglýst nánar síðar og mun verða tekið mið af ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda, telji þau ástæðu til að húsin standi meira auð á milli leigutaka, til að minnka líkur á smiti milli fólks.
Stjórn Orlofssjóðs hefur einnig ákveðið leigja bara helgar í sumarhúsum og íbúðum út maí, þ.e. frá föstudegi til mánudags .
Ef félagar þurfa eitthvað sérstakt t.d. vegna veikinda, sjúkrahússvistar eða annarra brýnna erinda í Reykjavík eða á Akureyri, þá er hægt að gera undantekningar, en aldrei haft styttra en 3 nætur á milli gesta.
Hafið samband við skrifstofu félagsins ef orlofskerfið getur ekki svarað óskum ykkar.