Tilkynning frá stjórn Orlofssjóðs vegna leigu á orlofshúsum

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn Orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að á meðan ástandið er eins ótryggt og nú er vegna Covid 19 þá geti þeir sem vilja hætta við leigu vegna breyttra forsendna fengið inneign í kerfinu okkar.

Við höfum tekið húsin almennt úr leigu virka daga, þannig að a.m.k. þrjár nætur séu alltaf á milli þess sem nýjir leigjendur fara inn í húsin.  Þessi ráðstöfun mun gilda alla vega til loka nóvember.

Ef þið hafið bókað hjá okkur hús eða íbúð og viljið hætta við eða breyta bókun,  þá endilega hafið samband við skrifstofu félagsins.

Við minnum félagsmenn okkar á að fara að öllum reglum sem  snúa að sóttvörnum og virða ábendingar og tilmæli sóttvarnaryfirvalda. Því  biðjum félagsmenn okkar að gæta sérstaklega vel að hreinlæti þegar þeir skila bústöðunum af sér. Ekki síður er ástæða til þess fyrir leigendur að yfirfara snertifleti s.s. hurðarhúna, borðfleti, slökkvara og ýmis handföng, þegar þeir koma í húsin.

Við þurfum öll að gæta að almennu hreinlæti og hjálpast að við þetta verkefni. Við höfum komið hreinsiefnum í bústaðina  og endilega látið okkur vita ef það klárast.

  Við viljum vekja athygli á því að sumarbústaðir félagsins eru ekki ætlaðir til þess að dvelja þar í sóttkví eða einangrun.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei