Tilkynning frá stjórn Orlofssjóðs Stétt Vest

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn Orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að slaka á reglum um endurgreiðslur vegna orlofshúsa, meðan á aðgerðum vegna Covid 19 standa yfir. Við höfum tekið húsin almennt úr leigu virka daga, þannig að nokkrir dagar séu alltaf á milli þess sem nýjir leigjendur fara inn í húsin.

Ef þið hafið bókað hjá okkur hús eða íbúð og viljið hætta við þá endilega hafið samband við skrifstofu félagsins. Hægt er óska eftir endurgreiðslu eða eiga inneign í kerfinu.

Við minnum félagmenn okkar á að fara að öllum reglum sem  snúa að sóttvörum og virða ábendingar og tilmæli sóttvarnaryfirvalda.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei