Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar.
Áhersla er á að fræða þátttakendur um hreyfinguna, styrkja tengslanet og efla þá sem leiðtoga í lífi og starfi. Námskeiðið er sniðið að ungum félögum í verkalýðshreyfingunni, trúnaðarmönnum, starfsmönnum stéttarfélaga og öðru ungu fólki í trúnaðarráðum af íslenskum og erlendum uppruna.
Þrátt fyrir að ungt fólk (18-35 ára) sé stór hópur á vinnumarkaði er vikni þess lítill innan stéttarfélaga og aðkoma þess að stjórnum, þingum og ákvörðunartöku innan verkalýðshreyfingarinnar takmörkuð. Ungt launafólk grlímir við ótal áskoranir á vinnumarkaði og mikilvægt er að rödd þess heyrist víða.
Námskeiðið smanstendur af þrem námslotum sem miða að því styrkja ungt fólk í verkalýðshreyfingunni og gera því kleift að koma rödd sinni á framfæri, á vinnustaðnum, innan hreyfingarinnar og úti í samfélaginu. Með námskeiðinu gefst ungum félögum kostur á að öðlast fjölbreytta þekkingu á verkalýðshreyfingunni ásamt því að efla sig í ræðumennsku, framkomu og sjálfsstyrk. Síðast en ekki síst er námskeiðinu ætlað að styrkja enn frekar tengsl og samvinnu ungs launafólks þvert á starfsgreinar og landshluta.
Leiðbeinendur verða allt sérfræðingar, hver á sínu sviði, innan og utan verkalýðshreyfingarinnar. Lesa má nánar um námskeiðið hér.
Áhugasöm eru hvött til að hafa samband við skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands eða senda tölvupóst á stettvest(hjá)stettvest.is.