Á föstudaginn næsta 24. október eru liðin 50 ár frá því að 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf og gengu fylgtu liði niður á Lækjartorg og mótmæltu kynjamisréttinu sem þær bjuggu við. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda sýndu konur fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið sem lamaðist þennan dag. Nú 50 árum síðar er baráttunni ekki lokið. Tilkynningum um ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst og enn er mikil misrétti í verkaskiptingu innan veggja heimilinna. Jafnrétti er ekki í augsýn. Konur og kvár eru hvött til að endurtaka leikinn og leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn!
Kvennaverkfall 2023 gerði kröfur um breytingar sem framkvæmdastjórn Kvennaárs setti fram í formi aðgerða sem grípa þarf til, afhenti stjórnvöldum og gaf þeim eitt ár, til 24. október 2025 til að hrinda í framkvæmd. Í kröfugerðinni er farið fram á lagabreytingar, aðgerðir gegn ofbeldi, launamuni kynjanna, til að bæta stöðu mæðra og að útrýma mismunun á vinnumarkaði. Nú er komið að skuldadögum en mælaborð framkvæmdastjórnar sýnir að að lítið hefur gerst í þeim málum.
Konur eru því hvattar til að taka höndum saman 24. október til að heiðra og fá innblástur frá baráttukonunum sem á undan þeim komu og til að krefjast raunverulegra breytinga til að uppræta kynbundið ofbeldi, launamun kynjanna og misrétti. Yfirskrift fundarinns er því; Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur.
Dagskrá dagsins byrjar við Sóleyjargötu 1 klukkan 13:30 með Sögugöngu. Gengið er meðfram tjörninni og upp á Arnarhól þar sem dagskrá byrjar klukkan 15:00 og stendur í klukkustund. Stéttarfélag Vesturlands býður öllum konum og kvár upp á rútuferð sem fer klukkan 12:00 frá Hjálmakletti og til baka að dagskrá lokinni. Skráning er nauðsynleg til að tryggja sér sæti, hér er hægt að skrá sig í rútu.
Við hvetjum félagskonur og kvár til að fjölmenna því við ætlum að breyta samfélaginu saman. Fyrir okkur, fyrir konur og kvár, fyrir framtíðina. Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur.
Allar frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Kvennaárs.