Fræðslu og menningarsjóður Stétt Vest

Hlutverk sjóðsins skal vera að standa að menningar og fræðslustarfi meðal félagsmanna Stéttarfélags Vesturlands t.d. með eftirgreindum hætti:

  1. Að kosta eða styrkja alhliða fræðslustarfsemi um störf verkalýðsfélaga, sögu þeirra og skipulag.
  2. Að styrkja félagsmenn til náms, sem ekki er styrkhæft í menntasjóðum sem félagið á aðild að, en miðar að því að gera þá hæfari í starfi.
  3. Að kosta eða styrkja félagsmálafræðslu.
  4. Að stuðla að varðveislu á sögu félagsins.
  5. Að kosta tækjabúnað í fundarsal félagsins.

Til að sækja um í sjóðinn þarf að fylla út umsókn á skrifstofu félagsins og skila staðfestingu á námi eða greiðsluseðli og bankakvittun.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei