Orlofsmál

Allt launafólk á rétt á orlofi samkvæmt lögum og kjarasamningum. Starfsmaður ávinnur sér rétt til orlofs með vinnu fyrir atvinnurekanda á svokölluðu orlofsári, sem er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið. Lágmarksorlof er tveir orlofsdagar fyrir hvern unninn mánuð.

Orlofslaun eru greidd  í samræmi við áunninn rétt til orlofs á árinu og reiknast á hverja launagreiðslu, þannig að af heildarlaunum reiknast orlofslaunahlutfall viðkomandi starfsmanns, að lágmarki 10,17%.

Með hækkandi starfsaldri ávinna starfsmenn sér rétt til hærra hlutfalls og fleiri frídaga.

Orlofsuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarsamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra. Orlofsuppbótin er mishá eftir kjarasamningum.

Orlofshús og íbúðir

Stéttarfélag Vesturlands býður félagsmönnum sínum orlofsíbúðir á Akureyri og í Reykjavík til leigu á sanngjörnu verði en einnig sumarhús í Húsafelli og Ölfusborgum.

Eftirfarandi reglur gilda um alla orlofskosti og eru gestir vinsamlegast beðnir um að virða þær:

  • Reykingar eru stranglega bannaðar í orlofsíbúðum Stéttarfélags Vesturlands.
  • Leigutaka er óheimilt að framselja leigusamninginn án samþykkis félagsins.
  • Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í orlofsíbúðum félagsins nema í Kiðárskógi 1.
  • Helgarleiga í öllum íbúðum og sumarhúsum félagsins er 3 nætur.
  • Hafi félagsmaður bókað og greitt fyrir íbúð með meira en tveggja mánaða fyrirvara og geti svo ekki nýtt sér leiguna, þá er honum endurgreitt að fullu óski hans þess áður en 60 dagar eru í leigudag.
  • Ef minna en 60 dagar eru að leigudegi, er íbúðin losuð á vefnum og auglýst á heimasíðu félgasins. Náist að leigja húsið/íbúðina á næstu 50 dögum, fæst endurgreitt að fullu. Eftir 50 daga, þ.e. þegar minna en 10 dagar eru í útleigu fæst ekkert endurgreitt.

Til að bóka þarf að byrja á að skrá sig inn á mínar síður og fara í húsið og velja orlofskerfi framboð, þá koma upp þær eignir sem við eigum og þá þarf að passa að velja mánuðinn sem leigja á í og svo gengur þetta nokkuð ljóst fyrir sig.

Efst á síðunni má sjáleiðbeiningar hvort hús séu bókuð eða ekki ef hús er dökkblátt er það laust.

Ýmsir aðrir kostir

Gisting innanlands að eigin vali – ekki hótelmiðar!
Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands geta fengið niðurgreidda gistinætur á hótelum og gistihúsum. Hægt er að sækja um styrkinn inn á mínum síðum meðfylgjandi þarf að vera löglegur reikningur stílaðaður á nafn og kt félagsmannsins og bankakvittun. Endurgreitt er 50% af reikningnum en aldrei meira en 10.000.- Hámark 70.000- á ári.

  • Félagsmaður sem greiðir yfir 50% af viðmiðunargjaldi  fær fulla endurgreiðslu
  • Félagsmaður sem greiðir undir 50% af viðmiðunargjaldi fær hálfa endurgreiðslu.

 

Viðmiðunargjald (greidd félagsgjöld á ári)  vegna 2024 er 48.000.-

Gullklúbburinn er nýr kostur sem nú stendur félagsmönnum til boða. Orlofssjóður félagsins hefur nú gengið í Gullklúbbinn og stendur félagsmönnum því til boða að gista á Gullklúbbskjörum á nokkrum hótelum í Reykjavík og víðar, þetta eru Grand hótel og Fosshótel. Afslættir fást einnig af mat og ýmiskonar þjónustu.

Veiði og útilegukort eru til sölu hjá Stéttarfélagi Vesturlands inn á mínum síðum.

Með Herjólfi á hálfvirði!
Nú liggja leiðir um Landeyjahöfn!
Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands geta nú skotist til Vestmannaeyja með Herjólfi á hálfu gjaldi.
Til að sækja um styrkinn þarf að fara inn á mínar síður og fylgja þarf með reikningur þar sem fram kemur nafn og kennitala félagsmannsins ásamt bankakvittun. Endurgreiðslan gildir fyrir félagsmanninn ásamt fjölskyldu og fjölskyldubíl.

Nú er um að gera að drífa sig til Eyja!

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei