Kiðárskógur 1, Húsafelli

Er 64 fermetra hús sem byggt var árið 2003. Húsið stendur örlítið innar á vinstri hönd við Kiðárskóg en númer 10. Því fylgir ágætur pallur sem er lokaður allan hringinn, heitur pottur og lítið gestahús sem er ekki einangrað en með rafmagnsofni.

Þrjú svefnherbergi eru í húsinu í þeim er eitt hjónarúm og 2 kojur með tvíbreiðri neðri koju og því gistirými fyrir 8. Allur búnaður er fyrir átta.
Í húsinu er uppþvottavél, þvottavél, barnastóll og barnarúm.

Húsafell er dásamleg náttúruperla þar sem hægt er að finna skemmtilegar gönguleiðir, skella sér í sund eða bara njóta ferska loftsins og kyrrðarinnar.

Helgin er alltaf leigð frá mánudegi til föstudags.

Til að bóka þarf að byrja á að skrá sig inn á mínar síður og fara í húsið og velja orlofskerfi framboð, þá koma upp þær eignir sem við eigum og þá þarf að passa að velja mánuðinn sem leigja á í og svo gengur þetta nokkuð augljóst fyrir sig.

Á sumrin er húsinu úthlutað og þá þarf einnig að nýta punkta en í vetrarleigu gildir fyrstur kemur fyrstur fær og punktar ekki dregnir frá.

Eftirfarandi reglur gilda um alla orlofskosti og eru gestir vinsamlegast beðnir um að virða þær:

  • Reykingar eru stranglega bannaðar í orlofsíbúðum og húsum Stéttarfélags Vesturlands. Það á einnig við um rafrettur.
  • Leigutaka er óheimilt að framselja leigusamninginn án samþykkis félagsins.
  • Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í orlofsíbúðum félagsins.
  • Helgarleiga í öllum íbúðum og sumarhúsum félagsins er 3 nætur frá föstudegi til mánudags.
  • Hafi félagsmaður bókað og greitt fyrir íbúð með meira en tveggja mánaða fyrirvara og geti svo ekki nýtt sér leiguna, þá er honum endurgreitt að fullu óski hans þess áður en 60 dagar eru í leigudag.
  • Ef minna en 60 dagar eru að leigudegi, er íbúðin losuð á vefnum og auglýst á heimasíðu félgasins. Náist að leigja húsið/íbúðina á næstu 50 dögum, fæst endurgreitt að fullu. Eftir 50 daga, þ.e. þegar minna en 10 dagar eru í útleigu fæst ekkert endurgreitt.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei