Ertu á leið í frí?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands styður góða afþreyingu í sumarfríi síns félagsfólks. Á skrifstofu félagsins að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi getur félagsfólk nú nálgast spilastokk, buff, mikado og kúluspil sem er úrvals afþreying fyrir sumarfrí með góðum vinum og fjölskyldu. Auk þess eru margnota innkaupapokar, gleraugnaklútar og pennar mikið þarfaþing þegar pússa á sólgleraugun, versla fyrir fríið og skrifa niður stiginn í góðri …

Lausar vikur orlofskosta sumarið 2025

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Opnað var fyrir pantanir á orlofskostum félagsins þann 13. apríl sl. Bókanir hafa farið mjög vel af stað og eru aðeins örfáar vikur eftir lausar. Allar eignir eru með vikuleigu nema íbúðin við Ásholt í Reykjavík. Í Grýluhrauni, sem er skiptibústaður félagsins í ár, staðsettur við Kerið á Suðurlandi eru eftirfarandi vikur lausar: 21. – 28. ágúst Í íbúð félagsins …

Lokum fyrr á morgun!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á morgun, 13. maí, lokar skrifstofa félagsins klukkan 11:30 vegna þátttöku starfsfólks á vinnustofu um kynbundna og kynferðislega áreitni og valdníðslu á vinnustöðum, ætluð sérstaklega fyrir starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar, sem fer fram á Hilton hótel Reykjavík. Opnum aftur á hefðbundnum tíma á miðvikudaginn klukkan 09:00. Minnum á að mínar síður eru alltaf opnar en einnig er hægt að senda erindi á …

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a 19. maí nk., klukkan 18:00. Þrír fundargestir fá óvæntan glaðning. Hvetjum félagsfólk til að mæta og hafa áhrif!

Grýlurnar - leikfélagið Kopar

Takk fyrir komuna á 1. maí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Viljum við þakka kærlega fyrir komuna á baráttufund félagasins á 1. maí í Hjálmakletti Borgarnesi og Dalabúð í Búðardal. Báðir fundirnir voru vel sóttir. Yfirskrift fundanna í ár var Við sköpum verðmætin. í Borgarnesi var haldið upp á það að í haust verða 50 ár  liðin frá kvennafrídeginum þegar konur lögðu niður öll störf, launuð sem ólaunuð. Bar öll dagskrá …

1. maí í Búðardal

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Baráttufundur Stéttarfélags Vesturlands og Kjalar stéttarfélags verður í Dalabúð á baráttudegi verkalýðsins á 1. maí klukkan 14:30. Hvetjum félagsfólk til að fjölmenna.

1. maí í Borgarnesi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Baráttufundur Stéttarfélags Vesturlands og Kjalar stéttarfélags verður í Hjálmakletti á baráttudegi verkalýðsins 1. maí klukkan 14:00. Yfirskrift fundarins er Við sköpum verðmætin og mun fundurinn í ár taka mið af 50 ára afmæli kvennafrídagsins því munu konur í héraði vera í forgrunni. Vekjum sérstaka athygli á örsýningu úr kvennasögu félagana. Kaffiveitingar að fundi loknum í umsjá 9. bekkjar Grunnskóla Borgarness. …

Aðalfundir deilda

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir þriðjudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Dagskrá: Kynning á vegum ASÍ Kaffihlé Vemjubundin aðalfundastörf deildanna Önnur mál. Hvetjum félagsmenn í öllum deildum til að mæta og hafa áhrif!

Samningar við Norðurál og Elkem Ísland samþykktir

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kosningu um kjarasamninga við Norðurál og Elkem Ísland lauk í hádeginu í dag. Voru báðir samningar samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Niðurstaða atkvæðisgreiðslu var eftirfarandi: Elkem Ísland: Já sögðu: 104 eða 80,62% Nei sögðu: 19 eða 17,73% Tóku ekki afstöðu: 6 eða 4,65% Kosningaþátttaka: 129 eða 85,43%   Norðurál: Já sögðu: 366 eða 72,76% Nei sögðu: 121 eða 24,06% …

Kosning hafin á kjarasamningum við Norðurál og Elkem Ísland

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í hádeginu í dag var opnað fyrir atkvæðisgreiðslu á ný undirrituðum kjarasamningum við Norðurál og Elkem Ísland. Ættu allir starfsmenn á kjörskrá að hafa fengið SMS um að kosning sé hafin með tengli inn á kosninguna sem er rafræn. Stendur atkvæðisgreiðslan til hádegis á þriðjudaginn 22. apríl nk. Hvetjum við félagsfólk okkar á kjörskrá að nýta kosningarétt sinn.