Berjumst gegn kennitöluflakki og svartri atvinnustarfsemi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn  Stéttarfélags Vesturlands  ákvað á stjórnarfundi þriðjudaginn 28. janúar sl. að senda eftirfarandi áskorun til sveitarstjórna á starfssvæði  sínu um opinber útboð og innkaup:


„Stjórn Stéttarfélags Vesturlands skorar á sveitarstjórnirnar á starfssvæði sínu að styðja  við  samstarf aðila vinnumarkaðarins um átak gegn svartri atvinnustarfsemi. Mikilvægt er  leggjast  gegn hvers kyns gerviverktöku, t.d. í byggingariðnaði, þjónustutengdri mannvirkjagerð og veitingastarfsemi. Auka þarf eftirlit með starfsemi og skattskilum þjónustuveitenda og starfsmanna þeirra. Gera þarf átak á sviði útboðsmála, sem miðar að því að koma í veg fyrir undirboð, sem byggi á svonefndu kennitöluflakki eða á því að starfskjör starfsmanna viðkomandi verktaka, uppfylli ekki lög og kjarasamninga. Stjórn Stéttarfélags Vesturlands telur að leikreglur sem miða að þessu marki séu sjálfsagðar í opinberum innkaupum, óháð fjárhæðum þeirra eða hvort í hlut eiga ríkið eða sveitarfélögin“.


Ekki þarf að orðlengja um nauðsyn þess að öll viðskipti hvort sem þau eru lítil eða stór, þurfa að lúta settum leikreglum samfélagsins og það er á allra ábyrgð að mati félagsins, að gæta þess að svo sé.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei