SGS samningur við ríkið samþykktur!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Talin hafa verið atkvæði vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs við  Starfsgreinasambands Íslands. Samkomulagið var undirritað 1. apríl síðastliðinn og félagar greiddu atkvæði um samkomulagið í póstatkvæðagreiðslu. Samningurinn var samþykktur með 71,5% atkvæða en kjörsókn var 30%.
 
Í samkomulaginu felst launahækkun um að lágmarki 8.000 krónur fyrir fullt starf á mánuði. Greidd verður eingreiðsla við samþykkt samningsins uppá 14.600 krónur og í apríl 2015 greiðist önnur eingreiðsla að upphæð 20.000 krónur miðað við fullt starf. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eftir 4 mánuði eru 214.000 krónur.
 
Desemberuppbót verður 73.600 á árinu 2014 og orlofsuppbót verður 39.500 krónur.


 


Hægt er að finna samninginn í heild sinni hér


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei