Atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Dagana 11.-22. júlí nk. fer fram atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem undirritaður var þann 1. júlí sl. Í þetta skiptið verður atkvæðagreiðslan með rafrænum hætti og fer hún fram á vef Starfsgreinasambands Íslands . Allir kosningabærir aðilar eiga nú að hafa fengið sent bréf þar sem má m.a. finna leiðbeiningar um rafrænu atkvæðagreiðsluna. Með bréfinu fylgir jafnframt kynningarbæklingur um samninginn.
 
Þeir starfsmenn sem samningurinn nær til eru hvattir til að kynna sér samninginn vel og umfram allt taka afstöðu og greiða atkvæði um nýgerðan samning. Lendi einstaklingar í vandræðum með að greiða atkvæði eru þeir hvattir til að hafa samband við skrifstofu SGS eða sitt stéttarfélag.
 
Hér að neðan má nálgast kjarasamninginn í heild sinni, nýja kauptaxtaskrá sem og áðurnefnan kynningarbækling á rafrænu formi.
 
Kjarasamningur SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga
 
Kauptaxtar SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga
 
Kynningarbæklingur vegna nýs kjarasamnings



 


Opnað verður fyrir atkvæðagreiðslu kl 12. á hádegi þann 11. júlí og atkvæðagreiðslunni líkur á miðnætti þann 21. júlí.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei