Kjarasamningum við ríki og sveitarfélög lokið

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Starfsgreina- samband Íslands hefur skrifað undir kjarasamninga bæði við ríkið fyrir hönd fjármálaráðherra og við Launanefnd sveitarfélaga fyrir hönd 76 sveitarfélaga. Samningurinn við ríkið kláraðist að kvöldi 3. júlí og það var rétt fyrir kl. 19:00 þriðjudaginn 7. júlí sem skrifað var undir við Launanefnd sveitarfélaga.


Báða samningana er hægt að nálgast á heimasíðu www.sgs.is . 


Formaður Stéttarfélags Vesturlands er sviðstjóri sviðs opinberra starfsmanna hjá SGS og stýrði viðræðunum fyrir hönd SGS. Á meðfylgjandi mynd má sjá Signýju Jóhannesdóttur formann Stéttarfélags Vesturlands og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formann Launanefndar við undirritun samnings SGS og LN. Öll aðildarfélög SGS eiga aðild að sningunum við ríkið en það voru að þessu sinni 13 félög SGS sem fólu sambandinu umboð sitt. Auk þeirra gengu AFL starfsgreinafélag og Efling frá sínum samningum við Launanefndina á sama tíma.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei