Ný verðkönnun frá verðlagseftirliti ASÍ

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Mikill munur var á hæsta og lægsta verði í könnuninni en í 42 tilvikum af 102 var 20-40% verðmunur en í 42 tilvikum var verðmunurinn yfir 40%. Sem dæmi má taka 57% verðmun á hangikjötssalati frá Sóma sem var dýrast í Iceland á 559 kr. en ódýrast í Bónus, 357 kr. Þá var 54% munur á lægsta og hæsta kílóverði af ýsuflökum, lægst var kílóverðið í Bónus 1.198 kr. en hæst á Netto.is 1.850 kr. kg. Mesti verðmunur á Stjörnu partý mix snakkpoka var 73% en dýrastur var hann á 599 kr. í Kjörbúðinni en ódýrastur á 347 kr. í Super 1. Þá var mikill verðmunur á drykkjarvörum en af drykkjarvörum var mestur verðmunur á bláum Powerade, 155%. Lægsta verðið mátti finna í Bónus, 129 kr. en það hæsta, 329 kr. í Iceland.

Aðrar niðurstöður úr könnuninni má sjá betur hér: Matvörukönnun nóvember 2019

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei