Nýr kjarasamningur við SA undirritaður

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði.

Helstu atriði nýs kjarasamnings

  • Kjarasamningarnir gilda frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022
  • Krónutöluhækkanir – 17 þúsund kr. hækkun á öll mánaðarlaun 1. apríl 2019
  • Lægstu laun hækka mest – 30% hækkun á lægstu taxta
  • Aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans (mestu breytingar í tæpa hálfa öld)
  • Eingreiðsla upp á 26 þúsund kr. sem kemur til útborgunar í byrjun maí 2019
  • Skilyrði sköpuð fyrir verulegri vaxtalækkun á samningstímanum
  • Skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði


Almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf

  • apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
  • apríl 2020 18.000 kr.
  • janúar 2021 15.750 kr.
  • janúar 2022 17.250 kr.


Kauptaxtar hækka sérstaklega

  1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
    1. apríl 2020 24.000 kr.
    1. janúar 2021 23.000 kr.
    1. janúar 2022 26.000 kr.

 

Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa.

Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu.
2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

  • apríl 2019: 317.000 kr. á mánuði
  • apríl 2020: 335.000 kr.
  • janúar 2021: 351.000 kr.
  • janúar 2022: 368.000 kr

 

Desemberuppót (var 89.000 kr. 2018)

  • 2019: 92.000 kr.
  • 2020: 94.000 kr.
  • 2021: 96.000 kr.
  • 2022: 98.000 kr.


Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018)

  • Maí 2019: 50.000 kr.
  • Maí 2020: 51.000 kr.
  • Maí 2021: 52.000 kr.
  • Maí 2022: 53.000 kr.

 

Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.

Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi:

  1. Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands.
  2. Vaxtir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann.
  3. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna.

Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendurnefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei