Ásholt 2, Reykjavík

Íbúðin er í stóru fjölbýlishúsi þar sem á annan tug íbúða eru í eigu stéttarfélaga. Inngangur í Ásholtið er frá Laugavegi og stendur húsið rétt austan við Hlemm, það er því á mjög góðum stað og miðborgin í þægilegu göngufæri.

Íbúðin er 107 fm og í henni eru þrjú svefnherbergi og svefnaðstaða fyrir 7 manns. Eitt hjónarúm, ei koja með neðri koju sem er ein og hálf breidd og svefnsófi. Borðbúnaður er fyrir 12. Íbúðin er mjög rúmgóð. Henni fylgir stæði í bílageymslu, þar sem mjög góð þvottaaðstaða er fyrir bíla. Þvottahús með vönduðum tækjum er í sameign. Eigninni fylgir líka fallegur lokaður garður og er hægt að ganga beint úr íbúðinni út í garðinn. Húsfélagið hefur í sinni þjónustu mann sem sér um alla sameignina og er eignin annáluð fyrir snyrtimennsku á allan hátt.
Barnastóll og barnarúm.
Myndir af íbúðinni má sjá hér

Stutt er í miðbæinn, í strætó og stutt í alla þjónustu.

Verðskrá frá 1.júní 2019
Helgi 3 nætur kr. 25.000
2 virkar nætur kr. 14.000
Vika kr. 35.000

Pantanir
Á vinsælum tímum eins og jól og páska ofl.  þarf líka að nýta punkta.

Leigutímabil: Hér gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær og verður vikunum ekki úthlutað, hvorki að sumri né vetri til. Hægt er að leigja íbúðina dag fyrir dag á virkum dögum en helgar verða eingöngu leigðar frá föstudegi til sunnudags.

Eftirfarandi reglur gilda um alla orlofskosti og eru gestir vinsamlegast beðnir um að virða þær:

  • Reykingar eru stranglega bannaðar í orlofsíbúðum og húsum Stéttarfélags Vesturlands.
  • Leigutaka er óheimilt að framselja leigusamninginn án samþykkis félagsins.
  • Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í orlofsíbúðum félagsins.
  • Helgarleiga í öllum íbúðum og sumarhúsum félagsins tvær nætur, vilji félagsmaður nýta þrjár nætur er það greitt að fullu í samræmi við verðskrá.
  • Hafi félagsmaður bókað og greitt fyrir íbúð með meira en tveggja mánaða fyrirvara og geti svo ekki nýtt sér leiguna, þá er honum endurgreitt að fullu óski hans þess áður en 60 dagar eru í leigudag.
  • Ef minna en 60 dagar eru að leigudegi, er íbúðin losuð á vefnum og auglýst á heimasíðu félgasins. Náist að leigja húsið/íbúðina á næstu 50 dögum, fæst endurgreitt að fullu. Eftir 50 daga, þ.e. þegar minna en 10 dagar eru í útleigu fæst ekkert endurgreitt.
  • Félagsmaður sem óskar eftir því að nýta ekki bókunarkerfið Frímann og vill bóka með aðstoð starfsmanna félagsins, þarf að ganga frá greiðslu samdægurs. Gerist það ekki er afbókað að morgni næsta vinnudags.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei