Landsmennt, starfsmenntun Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni
Kynningarmyndband á íslensku má nálgast hér
Information in Englis are here
Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 21 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.
Helstu verkefni Landsmenntar eru að sinna stuðningsverkefnum og þróunar-og hvatningaraðgerðum í starfsmenntun. Sjóðnum er ætlað að styrkja rekstur námskeiða og stuðla að nýjungum í námsefnisgerð ásamt því að veita einstaklingum, verkalýðsfélögum og fyrirtækjum beina styrki vegna sí-og endurmenntunar.
Einstaklingar sækja um styrki á þar til gerðum eyðublöðum til viðkomandi stéttarfélags sem sér um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar.
Fyrirtæki, stéttarfélög og eða fræðsluaðilar sækja um styrki til stjórnar Landsmenntar með því að senda bréf þar sem fram koma helstu upplýsingar vegna viðkomandi fræðsluverkefnis.