Kæru félagsmenn
Sumarið 2024 bjóðum við upp á eftirfarandi orlofskosti:
Kiðárskógur 1 – þægilegur bústaður í Húsafelli, heitur pottur og lokaður pallur, dýrahald leyft.
Kiðárskógur 10 – glæsilegt hús sem er nýuppgert í Húsafelli, heitur pottur, pallur og kósý.
Ölfusborgir – lítill krúttlegur bústaður í Ölfusborgum, heitur pottur, pallur og rómó.
Ásatún 26, Akureyri – 4 herbergja íbúð vel staðsett á Akureyri með allt sem þarf fyrir gott frí.
Vikan fyrir bústaðina er fimmtudagur til fimmtudags en Akureyri er miðvikudagur til miðvikudags.
Opnað fyrir umsóknir kl 10:00 6.mars og er hægt að sækja um til miðnættis 25.mars. 26.mars verður úthlutað og hafa þeir sem fá úthlutað til miðnættis 2.apríl til að greiða. 3.apríl opnar svo fyrir fyrstur kemur fyrstur fær.