Takk allir saman fyrir komuna á baráttufundi okkar í Búðardal og Borgarnesi.
Báðir fundir voru mjög vel sóttir og gengu mjög vel og virtust allir vera ánægðir með atriðin sem voru í boði enda voru þau frábær!
Bestu þakkir fá allir sem komu fram þið stóðuð ykkur með sérstakri prýði.
Veitingarnar á báðum stöðum stóðu einnig vel undir væntingum og kunnum við þeim sem sáu um þær bestu þakkir fyrir.
Hér má sjá ræðu dagsins í Borgarnesi sem flutt var af Aleksöndru Leonardsdóttur, ávarp dagsins í Búðardal sem flutt af af Signýju Jóhannesdóttur, ávarp dagsins í Borgarnesi sem flutt var af Helenu Rós Helgadóttur og hugvekju dagsins sem var flutt í Borgarnesi af Ólöfu Maríu Birnu Brynjarsdóttur.