Gisting innanlands að eigin vali – ekki hótelmiðar!
Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands geta fengið niðurgreidda gistinætur á hótelum og gistihúsum innanlands. Hægt er að sækja um styrkinn inn á mínum síðum meðfylgjandi þarf að vera löglegur reikningur stílaður á nafn og kt félagsmannsins og bankakvittun. Endurgreitt er 50% af reikningnum en aldrei meira en 10.000.- Hámark 70.000- á ári. Athugið ekki er hægt að sækja um vegna gistingu hjá Airbnb einungis hótelum eða gistihúsum.
- Félagsmaður sem greiðir yfir 50% af viðmiðunargjaldi fær fulla endurgreiðslu
- Félagsmaður sem greiðir undir 50% af viðmiðunargjaldi fær hálfa endurgreiðslu.
Viðmiðunargjald (greidd félagsgjöld á ári) vegna 2025 er 51.500.-
Veiði og útilegukort eru til sölu hjá Stéttarfélagi Vesturlands inn á mínum síðum.
Með Herjólfi á hálfvirði!
Nú liggja leiðir um Landeyjahöfn!
Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands geta nú skotist til Vestmannaeyja með Herjólfi á hálfu gjaldi.
Til að sækja um styrkinn þarf að fara inn á mínar síður og fylgja þarf með reikningur þar sem fram kemur nafn og kennitala félagsmannsins ásamt bankakvittun. Endurgreiðslan gildir fyrir félagsmanninn ásamt fjölskyldu og fjölskyldubíl og greiðist eftir að ferð hefur verið farin.
Nú er um að gera að drífa sig til Eyja!