Launagreiðendur athugið (tekið af vef rsk.is)
Með lögum nr. 140/2019, um skráningu einstaklinga, var m.a. gerð sú breyting að launagreiðendur geta ekki lengur sótt um kennitölur beint til Þjóðskrár Íslands fyrir þá erlendu ríkisborgara sem hjá þeim starfa.
Samhliða skráningu í utangarðsskrá eru nú gefnar út kerfiskennitölur sem gefnar eru út fyrir milligöngu opinberra aðila vegna einstaklinga sem ekki þurfa að uppfylla, eða uppfylla ekki, skilyrði til skráningar í þjóðskrá.
Til þess að geta tekið á móti afdreginni staðgreiðslu mun Skatturinn eingöngu sækja um kerfiskennitölur fyrir þá EES/EFTA ríkisborgara sem eru í launuðu starfi hér á landi allt að þrjá mánuði. Þeir EES/EFTA ríkisborgarar sem ætla að dvelja hér á landi lengur en þrjá mánuði eiga að snúa sér beint til Þjóðskrár Íslands en aðrir snúa sér til Útlendingastofnunar.
Einstaklingur af EES/EFTA svæðinu sem óskar eftir kerfiskennitölu vegna launaðs starfs hér á landi í styttri tíma en þrjá mánuði þarf að koma með útfyllta umsókn þar um (RSK 3.30) í einhverja afgreiðslu Skattsins og hafa vegabréf eða ferðaskilríki meðferðis. Umsóknin þarf að vera undirrituð af bæði umsækjanda og launagreiðanda.