Félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands sem starfa hjá Norðuráli á Grundartanga tóku ákvörðun í rafrænni atkvæðagreiðslu sem stóð frá hádegi 1. september til hádegis þann 4. september 2020, um að boða ótímabundið verkfall frá miðnætti aðfaranótt 8. desember 2020. Vinnustöðvunin verður framkvæmd í samræmi við gr. 8.11.2 í kjarasamningi aðila.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru með eftirfarandi hætti:
Á kjörskrá voru 34
Atkvæði greiddu 10 eða 29,4%
Já sögðu 7 eða 70%
Nei sögðu 2 eða 20%
Einn tók ekki afstöðu eða 10%
Samkvæmt þessari niðurstöðu munu félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa hjá Norðuráli á Grundartanga hefja ótímabundið verkfall frá miðnætti aðfaranótt 8. desember, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.
Kjarasamningar þeirra fimm stéttarfélaga sem koma saman að gerð samninga við Norðurál hafa verið lausir frá áramótum. Haldnir hafa verið u.þ.b. 30 fundir og lítið miðað.
Í kjarasamningi aðila var ekki verkfallsréttur í upphafi samninganna þegar fyrirtækið fór af stað, en við endurnýjun samninga 2010 kom inn réttur til vinnustöðvana í grein 8.11.2 sem er með miklum takmörkunum, meðal annars þeim að boða verður til aðgerða með þriggja mánaða fyrirvara. Þetta setur starfsmönnum miklar skorður á því hvernig þrýstingi er beitt til að knýja á um kjarabætur.