Ágætu félagar
Í gær þann 13.október 2020 var skrifað undir kjarasamning 5 stéttarfélaga við Norðurál á Grundartanga.
Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 31.12. 2024. Launahækkanir samkvæmt samningnum eru blanda af launahækkunum samkvæmt Lífskjarasamningnum og samkvæmt launavísitölu. Farið verður í rafræna atkvæðagreiðslu um samninginn – kynningarefni verður sameiginlegt og birt með rafrænum hætti.