Nú um áramótin tóku gildi breytingar á lögum um fæðingarorlof. Breytingarnar fela í sér að hámark greiðslna úr Fæðingar-orlofssjóði til foreldris lækkar í 300.000 kr. á mánuði. Þá lækkar hlutfall greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði úr 80% í 75% vegna viðmiðunartekna umfram 200.000 kr. á mánuði.
Breytingarnar eiga við vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur eftir 1. janúar 2010. Þessu til viðbótar tóku lágmarksfjárhæðir úr Fæðingarorlofssjóði ekki hækkunum um áramótin eins og venjan hefur verið.
Stéttarfélag Vesturlands gagnrýndi fyrirhugaðar skerðingar harðlega, þegar málið var til meðferðar á Alþingi nú fyrir jólin, í ályktun sem stjórnin sendi frá sér þann 7. desember sem má sjá hér.
Frekari upplýsingar um fæðingarorlofið og greiðslur úr fæðingarorlofssjóði má nálgast hér.