Starfsendurhæfingarráðgjafi kemur til starfa

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélögin á norðanverðu Vesturlandi hafa ráðið Helgu Karlsdóttur sem starfsendurhæfingarráðgjafa fyrir félagsmenn sína. Helga tilheyrir hópi að minnsta kosti 18 ráðgjafa sem ráðnir hafa verið af stéttarfélögum allt í kringum landið í samvinnu við Virk- starfsendurhæfingarsjóð. Hún mun hefja störf 1. febrúar nk. og verður aðalskrifstofa hennar hjá Stéttarfélagi Vesturlands, en hún mun fara um svæðið, sinna félagsmönnum og kynna starfsemina hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Hlutverk ráðgjafa Virk- starfsendurhæfingarsjóðs er að halda utan um starfsendurhæfingarmál einstaklinga með skerta starfshæfni vegna slysa eða sjúkdóma, í þeim tilgangi að aðstoða þá við að auka vinnugetu sína og varðveita tengsl þeirra við atvinnulífið.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei