Hefur þú kynnt þér Gullklúbbinn??

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Gullklúbbur og gisting innanlands að eigin vali!


Vinsældir íbúðarinnar í Ásholti 2 í Reykjavík eru gríðarlegar. Oft er eitthvað laust í miðri viku, þó helgar séu nær alltaf bókaðar u.þ.b. tvo mánuði fram í tímann.


Gullklúbburinn
er kostur sem hefur staðið félagmönnum til boða í nokkurn tíma. Orlofssjóður félagsins er meðlimur í Gullklúbbnum og stendur félagsmönnum því til boða að gista á Gullklúbbskjörum á nokkrum hótelum í Reykjavík og víðar, þetta eru Grand hótel og Fosshótel. Afslættir fást einnig af mat og ýmiskonar þjónustu. Sýna þarf félags skírteini og geta þess að félagið sé aðili að Gullklúbbnum þegar bókað er. Gömlu skírteinin gilda áfram, hafi þau glatast er hægt að nálgast ný á skrifstofu félagsins.
Niðurgreiðsla á gistingu
Vert er að benda á að orlofssjóður hefur um nokkurt skeið boðið félagsmönnum sem þurfa að greiða fyrir gistingu á hóteli eða gistiheimili, að koma með reikninginn á skrifstofu félagsins og sækja um niðurgreiðslu. Greitt er niður um kr. 3.000 hverja nótt, þó ekki meira en 50% af kostnaði og að hámarki 4 nætur á ári, hjá félagsmanni. Þetta mun gilda á tímabilinu frá 1. okt. til 30. apríl, en frá 1. maí til 30. sept. er endurgreiðslan kr. 5.000 á nótt. Reikningar þurfa að vera löglegir og skráðir á nafn félagsmannsins.  Rétt er að geta þess að þetta verður einungis vegna gistingar innanlands og gildir ekki vegna þeirra kosta sem félagið býður sjálft í íbúðum eða orlofshúsum.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei