Tilkynning frá orlofssjóði

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir









 


Ný orlofsíbúð á Akureyri tekin í notkun 1. feb. 2016


 



Stéttarfélag Vesturlands hefur selt orlofsíbúð sína að Furulundi 8 og fest kaup á annari íbúð að Ásatúni 26 á Akureyri.


 


Ásatúnið er í svokölluðu Naustahverfi sem er í suðvesturhluta Akureyrar.


Húsið er 12 íbúða fjölbýli á þremur hæðum,  byggt árið 2014, klætt utan með bárustáli. Yfir útidyrum er appelsínugul rönd sem gerir innganginn auðþekkjanlegan. Íbúðin er á jarðhæð til vinstri merkt 101.


 


Þessi nýja íbúð er tvöfalt stærri en Furulundurinn eða 110 fm. Þrjú svefnherbergi og svefnaðstaða fyrir 8 manns. Rúm eru 183 cm x 203, 153 x 203, og tvennar kojur með dýnustærð 90 x 200. Auk þessa eru tvær harmonikusvampdýnur í geymslunni, sem er innan íbúðarinnar. Borðbúnaður er fyrir 12. Uppþvottavél er í íbúðinni og ísskápur með góðum frysti. Barnarúm og barnastóll eru á staðnum.


Á baðherbergi eru þvottavél og þurkari. Sturta er á baði.


Öll gólf eru flísalögð og íbúðin er mjög rúmgóð, þannig að vel ætti að fara um alla sem nýta sér þessa frábæru aðstöðu. Aðgengi er að sjónvarpi símans og nettengingu.


 


Einungis nokkrir metrar eru í næstu matvöruverslanir og mjög stutt er á útvistarsvæði Akureyringa. Mjög stutt er í strætó sem er gjaldfrjáls fyrir alla.


 


Verðskrá verður óbreytt til vors, en eftir það mun þessi nýja íbúð fylgja verði íbúðarinnar í Reykjavík og stærra sumarhússins í Húsafelli.


 


 


Stjórn Orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei