Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn!
Stéttarfélag Vesturlands auglýsir hér með eftir áhugasömum félagsmönnum til að gegna hinum ýmsu trúnaðarstöðum fyrir félagið.
Félaginu er skipt í fimm deildir og hver þeirra hefur sérstaka stjórn. Iðnsveinadeildin hefur þriggja manna stjórn og tvo til vara. Deildir verslunar- og skrifstofufólks, Matvæla, flutninga- og þjónustu, Iðnaðar, mannvirkja- og stóriðju og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögunum hafa fimm manna stjórnir og tvo til vara. Samtals eru þetta 33 einstaklingar. Formenn deildanna eiga sæti í aðalstjórn félagsins ásamt 6 öðrum, sem kosnir eru til tveggja ára, þrír og þrír á lista annað hvert ár.
Auk þessara trúnaðarstarfa eru trúnaðarmenn á vinnustöðum sem kosnir eru til tveggja ára og alltaf vantar okkur trúnaðarmenn á einhverja vinnustaði. Einnig þarf að manna ýmsar nefndir og ráð eins og stjórnir orlofs- og sjúkrasjóðs, fulltrúaráð Festu lífeyrirssjóðs o.fl.o.fl..
Í félaginu starfar uppstillingarnefnd sem hefur það hlutverk að koma með tillögur til stjórnarkjörs og leggja fyrir trúnaðarráðið. Nú hefur uppstillingarnefnd í raun fengið meira hlutverk, þ.e. að auglýsa eftir fólki og halda utan um lista yfir fólk sem tilbúið er að koma til starfa fyrir félagið.
Eftirtaldir aðilar eru í uppstillingarnefnd:
Jakob Hermannsson gsm. 690 0617 netfang: thursaberg@gmail.com
María Hrund Guðmundsdóttir gsm. 849 2835 netfang: majahrund@simnet.is
Magnús Már Haraldsson gsm. 847 8394 netfang: maggimh87@gmail.com
Áhugasömum félagsmönnum er bent á að hafa beint samband við nefndarmenn eða senda póst á
stettvest@stettvest.is frestur til að bjóða fram krafta sína með þessum hætti er til 31.des. 2022, eftir það fer uppsstillingarnefnd að vinna að uppstillingu.
Uppstillingarnefnd Stéttarfélags Vesturlands