Stéttarfélag Vesturlands hefur lagt fram kröfur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fulltrúar Stéttarfélags Vesturlands mættu á fund Samtaka atvinnulífsins fimmtudaginn 6. október og kynntu kröfugerð félagsins vegna þeirra kjarasamninga sem verða lausir frá 1. nóvember nk. Farið var yfir megninkröfugerð félagsins og einnig voru SA kynntar kröfur félagsins til stjórnvalda. Félagið hefur falið saminganefnd ASÍ að fara með umboð vegna krafna á hendur sjtórnvöldum, en mun sjálft halda umboði til samningsgerðar vegna verkafólks og vegna verslunar og skrifstofufólks. Umboð til gerðar kjarasamnings fyrir Iðnsveinadeildina liggur hjá Samiðn. Einnig var undirrituð formleg viðræðuáætlun.

Það voru Signý Jóhannesdóttir formaður  félagsins og Silja Eyrún Steingrímsdóttir skrifstofustjóri, sem fóru til fundar við SA og lögðu fram kröfugerðina. Næsti fundur hefur ekki verið fastsettur.

Kröfugerðina og viðræðuáætlunina má sjá hér

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei