6.03.13
Alþýðusamband Íslands boðar til fundar á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi, miðvikudaginn 6. mars kl. 19:30. Fundurinn er haldinn í samráði við stéttarfélögin á Vesturlandi. Um er að ræða einn af átta fundum, sem haldnir eru um land allt þessa dagana.
Fjallað verður um stöðu kjaramála og kaupmáttar (baráttu við verðbólguna), sókn í atvinnumálum á Vesturlandi og hugmyndir ASÍ að nýju húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd.
Stéttarfélag Vesturlands hvetur launafólk til að mæta á fundinn.