Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir


 


Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands


verða haldnir þriðjudaginn 13. mars kl. 19.00


í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a.


Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum.


Dagskrá:


1. #metoo – hvað geta stéttarfélögin gert?:


Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS kynnir


hverjar eru skyldur félaganna og hvernig þau geta stutt  félagsmenn


2. Hvað þýðir að kjarasamningum var ekki sagt upp?  Kom eitthvað frá stjórnvöldum? Hvernig stöndum við að undirbúningi fyrir næstu samninga?


3. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna


4. Önnur mál


 


Við byrjum fundinn á súpu að hætti hússins og hvetjum félagsmenn til að fjölmenna!


 


Stéttarfélag Vesturlands


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei