Starfsgreinasamband Íslands boðar til verkfallsaðgerða

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Boða til verkfalla nema skýrri kröfu um 300 þús. króna lágmarkslaun verði mætt!


 


Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð fyrir um ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað til umfangsmikilla verkfallsaðgerða frá og með 10. apríl næstkomandi. Viðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins var slitið fyrir sléttri viku síðan en mikið skildi þá á milli samningsaðila og ekkert þokaðist í samningsátt. Samtök atvinnulífsins hafa haldið fast við þá stefnu að laun almenns verkafólks hækki ekki um meira en 3-4%. Í krónum talið þýðir það hækkun grunnlauna um 6.000-9.500 kr. Slíkt er algerlega óviðunandi og var samninganefnd Starfsgreinasambandsins því knúin til að slíta viðræðunum og hefja undirbúning aðgerða. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins: „Það er full alvara á bakvið þær kröfur sem við höfum sett fram en auðvitað vonumst við til að hægt verði að afstýra verkfalli.“
Sjá nánar um aðgerðaáætlunina á heimasíðu Starfsgreinasambandsins hér.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei