Verkfallsaðgerðum frestað um fimm sólarhringa

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Forsvarsmenn samninganefnda Stéttarfélags Vesturlands, Flóabandalagsins, VR, LÍV og Samtaka atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, um fimm sólarhringa.


Ekki verður upplýst um einstaka efnisþætti viðræðna aðila fyrr en gengið hefur verið frá drögum að samningi sem lagðar verði fyrir samninganefndir félaganna. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 28. maí næstkomandi.


Verkfallsaðgerðir hjá þeim sem starfa skv. tveimur kjarasamningum SGS við SA, sem samninganefnd Stéttvest hafði áður frestað til 2. og 3. júní munu því frestast til 7. og 8. júní frá miðnætti til miðnættis (48 tímar) og svo mun allsherjarverkfallið, sem áður hafði verið frestað til 6. júní, hefjast þann 11. júní á miðnætti. 


 


Verkfallsaðgerðir hjá verslunar og skrifstofufólki munu frestast með eftirfarandi hætti:


































Hvenær Hvar
28. maí og 29. maí frestast til 2. og 3. júní Hópbifreiðafyrirtæki
frá kl. 00:00 2. júní til kl. 24:00 3. júní
 
30. maí og 31. maí frestast til 4. og 5. júní
Hótel, gististaðir og baðstaðir
frá kl. 00:00 4. júní til kl. 24:00 5. júní
31. maí og 1. júní frestast til 5. og 6. júní Flugafgreiðsla
frá kl. 00:00 5. júní til kl. 24:00 6. júní
2. júní og 3. júní frestast til 7. og 8. júní
Skipafélög og matvöruverslanir
frá kl. 00:00 7. júní til kl. 24:00 8. júní
4. júní og 5. júní frestast til 9. og 10. júní
Olíufélög
frá kl. 00:00 9. júní til kl. 24:00 10. júní
 Ótímabundið allsherjarverkfall hefst kl. 00:00 þann 6. júní 2015 frestast til 11. júní kl. 00:00
 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei