StéttVest, Flóinn, LÍV og VR semja við SA

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Föstudaginn 29. maí voru undirritaðir kjarasamningar Stéttarfélags Vesturlands, Flóabandalagsins, Landssambands íslenskra verslunarmanna og VR við Samtök atvinnulífsins sem gilda til loka árs 2018. Lægstu launataxtar verslunar- og skrifstofufólks hækka um 31,1% eða kr. 64.208 á samningstímanum en hjá verkafólki hækka lágmarkstaxtar um  Lágmarkstekjur verða 300 þúsund krónur á mánuði frá maí árið 2018 og jafngildir það hækkun upp á 86 þúsund kr. eða 40,19% á samningstímanum. Forsendur fyrir samningnum eru m.a. að hann verði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð á vinnumarkaði og að kaupmáttur aukist. Undir lok viðræðna lá fyrir að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir breytingum á tekjuskatti sem myndi skila ávinningi til félagsmanna með millitekjur og er það hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem nálgast má hér.


Launahækkun 1. maí 2015



  • Launataxtar hækka um kr. 25.000. 
  • Byrjunarlaun skv. öllum launatöxtum VR hækka að auki um kr. 3.400 
  • Launaþróunartrygging, á við um aðra en þá sem taka laun skv. launatöxtum. Grunnhækkun launa við gildistöku samningsins er 7,2% fyrir starfsmann sem er með 300.000 kr. laun eða lægri og hóf störf hjá launagreiðanda fyrir 1. febrúar 2014. Grunnhækkun launa starfsmanns sem er með hærri laun en 300.000 kr. fer stiglækkandi þannig að hún lækkar í jöfnum skrefum frá 300.000 kr. niður í 3,2% hjá starfsmanni með 750.000 kr. í laun. Hafi starfsmaður fengið hækkun eftir 2. febrúar 2014 dregst hún frá grunnhækkuninni. 
        

    Dæmi um launaþróunartryggingu:
    Starfsmaður er með kr. 500 þúsund í mánaðarlaun. Hann hóf störf hjá atvinnurekanda fyrir 1. febrúar 2014 og hefur EKKI fengið launahækkun eftir 2. febrúar 2014. Hann fær 5,4% hækkun skv. launaþróunartryggingu. Hafi hann fengið hækkanir á tímabilinu eru þær dregnar frá, en honum er tryggð að lágmarki 3,2% hækkun. Starfsmaður sem hóf störf frá 1. febrúar 2014 til loka desember 2014 fær 3,2%. 

Launahækkun 1. maí 2016 



  • Launaþróunartrygging er 5,5%, að lágmarki kr. 15 þúsund, fyrir starfsmann sem hóf störf fyrir 1. maí 2015.

Launahækkun 1. maí 2017 



  • Launataxtar hækka um 4,5% 
  • Byrjunarlaun skv. launataxta hækka að auki um kr. 1.700 
  • Almenn hækkun er 3% 

Launahækkun 1. maí 2018 



  • Launataxtar hækka um 3% 
  • Almenn hækkun er 2% 

LÁGMARKSTEKJUR FYRIR FULLT STARF VERÐA KR. 300 ÞÚSUND 


Lágmarkslaun með tekjutryggingu hækka í 245 þúsund krónur við undirskrift samningsins en þau eru í dag 214 þúsund krónur á mánuði. Í maí árið 2018 verða lágmarkstekjur 300 þúsund krónur á mánuði. Miðað er við lágmarkstekjur á mánuði fyrir fullt starf. 


SAMNINGSFORSENDUR


Samningurinn hvílir á þremur meginforsendum: 



  1. Að kaupmáttur launa aukist á samningstímanum 
  2. Að launastefna samningsins verði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð 
  3. Að fullar efndir verðir á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 

 


Forsendunefnd verður skipuð fulltrúum beggja aðila og metur hvort forsendur hafi staðist sem hér segir: 



  • Í febrúar 2016 og febrúar 2017– mat á því hvort launastefna og launahækkanir samningsins hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði. 
  • Í febrúar 2016 – mat á því hvort stjórnvaldsákvarðanir og lagabreytingar í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafi náð fram að ganga. 
  • Í febrúar 2016, 2017 og 2018– mat á því hvort markmið samningsaðila um aukinn kaupmátt hafi gengið eftir.

BÓKANIR


Samningnum fylgja bókanir m.a. um breytingar á vinnutíma, starfsmenntamál og sveigjanleg starfslok. Gert er ráð fyrir því að vinnuhópar taki til starfa fyrir lok næsta mánaðar sem vinni að undirbúningi að breytingum á vinnutímaákvæðum kjarasamninga sem bornar verði undir atkvæði félagsmanna í nóvember á næsta ári. Markmið með þessum breytingum er að stuðla að fjölskylduvænni vinnumarkaði með því að auka hlut dagvinnulauna í heildarlaunum. 


Í bókun um mat á námi til launa er kveðið á um að samningsaðilar vinni að því að meta nám/raunfærni til launa í tveimur þrepum á grundvelli hæfnigreiningar. Nefnd samningsaðila mun hefja störf í haust og verða námskeið og raunfærnimat, á grundvelli vinnu þeirrar nefndar, sett af stað haustið 2016. 


Þá er einnig í samningnum bókun um sveigjanleg starfslok þar sem segir að þau geti falist í minnkuðu starfshlutfalli sem og heimild til að vinna fram yfir lífeyrisaldur, fyrir þá sem það vilja. Mikilvægt sé að taka tillit til aðstæðna hvers og eins. Sveigjanlegur starfslokaaldur hefur verið til umfjöllunar í nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar. 


AÐKOMA RÍKISSTJÓRNARINNAR 


Í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin sendi frá sér í tengslum við gerð þessa kjarasamnings er kveðið á um fækkun skattþrepa í tvö, lægra þrepið verður 22,5% í ársbyrjun 2017, auk útsvars, og efra þrep miðar við kr. 700 þúsund. Þessi breyting skilar umtalsverðum ávinningi fyrir félagsmenn með millitekjur, eins og sjá má á myndinni.


Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er einnig kveðið á um breytingar á félagslega húsnæðiskerfinu. Á næstu fjórum árum verða byggðar 2.300 íbúðir, eða um 600 á ári. Ríki og sveitarfélög leggja til 30% stofnfjár og segir í yfirlýsingunni að það framlag eigi að leiða til þess að leiga einstaklings með lágar tekjur nemi ekki hærra hlutfalli af tekjum en 20-25%. 


 


Hér má nálgast kjarasamninginn vegna verkafólks


 


Hér má nálgast kynningarefni um kjarasamning vegna verkafólks.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei