Viðaukinn við kjarasamning Norðuráls og stéttarfélaganna 5, samþykktur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Um hádegi í dag 3. október lauk atkvæðagreiðslu um viðauka við kjarasamning Norðuráls við Stéttarfélag Vesturlands, FIT, RSÍ, VR og Verkalýðsfélag Akraness, frá 19. apríl 2010. Viðaukinn var undirritaður 23. september sl. og fjallaði um launalið samningsins og einnig um væntanlegan stóriðjuskóla. Kosningaþátttakan var 72.24%, já sögðu 297 eða 68%, nei sögu 129 eða 31%, auðir og ógildir voru 6 eða 1%.


Kjarasamningur Norðuráls og stéttarfélaganna rennur út í árslok 2014 og er án endurskoðunarákvæða.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei