Stéttarfélag Vesturlands stendur fyrir kynningarfundum að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi vegna viðauka við kjarasamninginn við Norðurál, sem undirritaður var sl. föstudag. Um er að ræða tvo fundi, sá fyrri kl. 20:15 miðvikudaginn 28. sept. og sá síðari kl. 16:00 föstudaginn 30. sept.
Hægt verður að greiða atkvæði að fundum afloknum.
Starfsmenn Norðuráls eru hvattir til að fjölmenna á fundina.
Einnig er hægt að kjósa á skrifstofu aðaltrúnaðarmanns á vinnustaðnum, fram að hádegi mánudaginn 3. október. Úrslit eiga að liggja fyrir kl. 16:00 þann dag.