Verðlagseftirlit ASÍ tók saman æfingagjöld í knattspyrnu hjá 16 fjölmennustu íþróttafélögunum víðsvegar um landið. Skoðuð var gjaldskrá hjá 4. og 6. flokki íþróttafélaganna. Svo verðlagseftirlitið gæti borið gjaldskrána saman var fundið út mánaðargjald, þar sem félögin hafa ekki samræmda uppsetningu á gjaldskrá fyrir eitt ár í senn. Sum eru með árgjald, önnur annargjöld og jafnvel er búið að setja sölu á varningi eða vinnu við mót inn í gjaldskrána.