Félagsfréttir eru komnar út!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú eru komnar út nýjar Félagsfréttir og er hægt að lesa þær hér.Ákveðið var að gefa ekki blað út fyrir jól eins og gert hefur verið undanfarið heldur er þetta blað örlítið stærra en áður.   Við hvetjum alla til að lesa og fræðast.  

Sumarfrí 2017

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ertu farinn að plana fríið í sumar??   Í dag 15.mars er opnað fyrir umsóknir um sumarorlofstímabil og stendur til og með 12.apríl nk. Í boði eru eins og áður tvö hús í Húsafelli Kiðárskógur 1 og Kiðárskógur 10, eitt hús í Ölfusborgum og glæsileg íbúð á Akureyri Ásatún 26 sem var tekin í notkun í fyrra.   Til að sækja um er félagsmönnum …

Stjórnarkjör 2017

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þann 14.mars 2017 rann út frestur til að skila framboðslistum til stjórnarkjörs 201. Aðeins einn listi kom fram, listi trúnaðarráðs og því telst hann sálfkjörinn. Listinn er eftirfarandi:   Formaður:    Signý Jóhannesdóttir, Kvíaholti 3, 310 Borgarnesi, til 2ja ára Ritari:             Baldur Jónsson, Borgarbraut 37, 310-Borgarnesi, til 2ja ára 1. meðstj.:     Jónína Heiðarsdóttir, Múlakoti, 311 Borgarnesi, til 2ja ára    

Með Flóanum í Gallup könnun – niðurstöður 2016

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Það er hverju stéttarfélagi nauðsynlegt að vita með nokkurri vissu hver raunveruleg kjör félagsmanna eru á hverjum tíma. Eitt er að gera kjarasamninga sem  kveða á um lágmarkslaun, annað er að vita hvaða laun eru í raun greidd. Þegar stéttarfélag tekur við iðgjöldum af félagsmanni þá er hægt að sjá hverjar heildartekjur hans eru, en engar upplýsingar fylgja um vinnutímann …

Aðalfundir deilda eru í kvöld!!!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundir deilda Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir mánudaginn 6.mars kl 20:00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Deildirnar eru: iðnsveinadeild, iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla- flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Dagskrá: 1.       Jafnlaunavottun – hvað er það: Maríanna Traustadóttir jafnlaunafulltrúi ASÍ kynnir jafnlaunavottun og jafnlaunastaðal 2.       Venjuleg aðalfundastörf deildanna. 3.       Önnur mál …

Kjarasamningum ekki sagt upp

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Niðurstaða forsendunefndar ASÍ og SA vegna endurskoðunar kjarasamninga er að tvær af þremur forsendum standast en ein gerir það ekki. Sú snýst um launaþróun annarra hópa. Samninganefnd ASÍ hefur engu að síður, m.a. að undangengnum fundarhöldum í baklandi stéttarfélaganna, ákveðið að segja ekki upp núgildandi kjarasamningi. Forsendurnar sem voru til skoðunar eru þessar: Fjármögnun stjórnvalda á stofnframlögum ríkisins til 2.300 …

Listi trúnaðarráðs til stjórnarkjörs kynntur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórnarkjör 2017   Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir:                       Til 2ja ára: formann, ritara og 1. meðstjórnanda.               Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2017, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, merkt …

Yfirlýsing vegna sjálfboðaliða

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa undirritað yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða en í yfirlýsingunni kemur fram sameiginlegur skilningur um sjálfboðaliða og sjálfboðastörf. SGS og BÍ eru með gildandi kjarasamning um störf fólks í landbúnaði og ber að greiða lágmarksendurgjald fyrir vinnu eftir honum. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Það er sameiginlegt viðfangsefni aðila að stuðla að því að fyrirtæki …

Bein útsending frá ráðstefnu 12.janúar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Starfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónvarpað verður beint frá ráðstefnunni í gegnum facebook-síðu Starfsgreinasambandsins og eru félagar um allt land hvattir til að nýta sér tæknina. Dagskrá12:30 Setning.12:40 Innlegg frá félagsmanni.12:50 Kynning á niðurstöðum norrænnar rannsóknar um hlutastörf, tíðni þeirra og ástæður.Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði hjá Háskóla …