Starfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónum verður beint að því hvort starfsfólk velur sér sjálft þessi störf og hvaða áhrif störf sem eru ekki með hefðbundinn vinnutíma hafa á lífsgæði fólks. Hvað getur starfsfólk gert til að draga úr streitu í vaktavinnu? Getur fólk valið að vinna …
Umgengni í orlofshúsum
Að gefnu tilefni skal það tekið fram að gæludýr eru ekki leyfð í orlofshúsum og íbúðum félagsins. Eftirfarandi reglur gilda um alla orlofskosti og eru gestir vinsamlegast beðnir um að virða þær: Reykingar eru stranglega bannaðar í orlofsíbúðum og húsum Stéttarfélags Vesturlands. Leigutaka er óheimilt að framselja leigusamninginn án samþykkis félagsins. Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í orlofsíbúðum félagsins. Helgarleiga í öllum íbúðum …
Búið að greiða út styrki
Búðið er að greiða út styrki úr sjúkrasjóði, menntasjóðum og sjúkradagpeninga fyrir desember 2016.
Afgreiðslutími um jól og áramót
Skrifstofa Stéttarfélag Vesturlands verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag en annars opin á hefðbundum tíma frá kl:8-16.
STYRKIR Í DESEMBER
Styrkir úr sjúkrasjóði og menntasjóðum verða greiddir út fyrir jól því þarf að vera búið að sækja um þá fyrir 19.desember.
Desemberuppbót 2017
Desemberuppbótin 2017 er 86.000,- fyrir fullt starf á almennum vinnumarkaði, í verslunum og skrifstofu og hjá ríkinu.
DESEMBERUPPBÓT 2016
Desemberuppbótin árið 2016 er kr. 82.000,- fyrir fullt starf hjá þeim sem starfa samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, LÍV og SA, Samiðn og SA og SGS og fjármálaráðherra (hjá ríkinu). Hjá þeim sem starfa skv. kjarasamningi SGS við SNS (samninganefnd sveitarfélaga) er desemberuppbótin 2016 kr. 106.250,- Samkvæmt kjarasamningum við Elkem og Klafa er desemberuppbót þeirra starfsmanna 181.458.- og starfsmenn Norðuráls eiga skv. kjarasamningi að fá …
Umsóknir um styrki úr menntasjóðum
Umsóknir og gögn um styrki úr menntasjóðum þurfa að berast í síðasta lagi 25. dag mánaðar.
ASÍ mótmælir úrskurði kjararáðs
Undanfarið ár hefur verið unnið að því að skapa sátt á vinnumarkaði og leggja þannig grunn að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Flestir stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga hafa tekið undir þá ábyrgu sýn sem felst í breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga og ítrekuðu hana m.a. í stjórnmálaumræðum á nýafstöðnu þingi ASÍ. Úrskurður kjararáðs sem kynntur var í gær gengur þvert á …