25.maí sl. komu nemendur í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi í heimsókn til okkar og fengu smá kynningu á starfsemi stéttarfélaga og réttindum þeirra sem starfsmanna á vinnumarkaði. Það spunnust upp skemmtilegar umræður með þeim. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og vonum þau hafi haft gagn og gaman að.
FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR
Nú ættu allir sem fengu úthlutað fyrir sumarið að hafa fengið leigusamninga í tölvupósti eða bréfpósti þeir sem óskuðu eftir því. Nú gildir því fyrstur kemur fyrstur fær og er hægt að panta og sjá laus tímabil með því að ýta á bláa orlofshnappinn okkar eða fara beint inn á vefsíðuna hér.
Sumarúthlutun lokið – fyrstur kemur fyrstur fær
Nú er seinni sumarúthlutun lokið og gildir þá fyrstur kemur fyrstur fær en til að festa sér viku þarf að ganga frá greiðslu strax. Vikurnar verða aðgengilegar á orlofshúsavefnum á morgun 24.maí 2016. Lausar vikur er hægt að sjá hér.
Aðalfundi frestað til 14.júní 2016
Aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands sem halda átti 24.maí hefur verið frestað til 14.júní nk.
Við MINNUM á – ertu nokkuð gleyma?
Þeir félagar sem fengu úthlutað í seinni úthlutun hafa til og með 20.maí til að staðfesta að þeir ætli að taka vikuna sína – 23.maí munu svo liggja fyrir þær vikur sem eru lausar eftir fyrstu og aðra úthlutun og þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær.
Lokað fyrir hádegi 13.maí 2016
Á morgun 13.maí 2016 verður skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands lokuð til kl 13:00 vegna námskeiðs starfsfólks.
Sumarúthlutun – Seinni úthlutun
Nú er seinni úthlutun lokið varðandi orlofshúsin fyrir sumarið og þeir sem fengu úthlutað hafa fengið greiðsluseðil í heimabanka og bréf á leiðinni til þeirra í pósti. Þeir sem ekki fengu úthlutað fá ekki bréf en er bent á að fylgjast með 23.maí því þá verða auglýstar þær vikur sem eftir eru og þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær.
Ertu nokkuð að klúðra sumarfríinu?
Þeir félagsmenn sem fengu úthlutað sumarbústað í fyrstu umferð þurfa að hafa greitt kröfuna í heimabankanum, fyrir þriðjudaginn 10. maí. Þann dag munum við úthluta þeim vikum sem verða ógreiddar. Þá hafa menn tíma til 23. maí til að greiða eftir aðra úthlutun. Eftir 23. maí gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær vegna þeira vikna sem þá verða eftir.
Takk fyrir komuna
Signý María Völundardóttir og Alda Dís sungu báðar eins og englar í Hjálmakletti Við þökkum fyrir komuna á hátíðarhöldin okkar 1.maí bæði í Hjálmakletti og í Búðardal. Við þökkum þeim fyrir sem fram komu, dagskráin var til fyrirmyndar og allir stóðu sig með stakri prýði. Þá þökkum við einnig nemendum í 9.bekk Grunnskólans í Borgarnesi fyrir veitingarnar sem slógu í gegn. …
Mætum öll á hátíðar og baráttufundi 1.maí!
Stéttarfélag Vesturlands stendur fyrir hátíðar og báráttufundum í Borgarnesi og Búðardal í samstarfi við Kjöl stéttarfélag og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu á 1. maí. Hægt er að skoða dagskrána í Hjálmakletti hér og í Dalabúð hér. Athugið breytta tímasetningu í Borgarnesi en fundurinn hefst kl 11:00! Minnum einnig á bíó fyrir börnin þar sem myndin Loksins heim …