Þeir félagsmenn sem fengu úthlutað sumarbústað í fyrstu umferð þurfa að hafa greitt kröfuna í heimabankanum, fyrir þriðjudaginn 10. maí. Þann dag munum við úthluta þeim vikum sem verða ógreiddar. Þá hafa menn tíma til 23. maí til að greiða eftir aðra úthlutun. Eftir 23. maí gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær vegna þeira vikna sem þá verða eftir.
Takk fyrir komuna
Signý María Völundardóttir og Alda Dís sungu báðar eins og englar í Hjálmakletti Við þökkum fyrir komuna á hátíðarhöldin okkar 1.maí bæði í Hjálmakletti og í Búðardal. Við þökkum þeim fyrir sem fram komu, dagskráin var til fyrirmyndar og allir stóðu sig með stakri prýði. Þá þökkum við einnig nemendum í 9.bekk Grunnskólans í Borgarnesi fyrir veitingarnar sem slógu í gegn. …
Mætum öll á hátíðar og baráttufundi 1.maí!
Stéttarfélag Vesturlands stendur fyrir hátíðar og báráttufundum í Borgarnesi og Búðardal í samstarfi við Kjöl stéttarfélag og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu á 1. maí. Hægt er að skoða dagskrána í Hjálmakletti hér og í Dalabúð hér. Athugið breytta tímasetningu í Borgarnesi en fundurinn hefst kl 11:00! Minnum einnig á bíó fyrir börnin þar sem myndin Loksins heim …
Sumarúthlutun opnast næst 23.maí nk.
Þann 20.apríl sl. var síðasti umsóknardagur til að sækja um orlofshús/íbúð í fyrstu og annari úthlutun fyrir sumarið 2016. Næst opnast fyrir umsóknir þann 23.maí nk. en þá verða auglýstar vikur sem ekki gengu út í fyrstu og annari úthlutun. Þá gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær – endilega fylgist með.
Síðasti dagur til að sækja um sumarúthlutun er Á MORGUN
Á morgun 20.apríl er síðasti dagur til að sækja um sumarúthlutun – Hægt er að sækja um með því að ýta á bláa hnappinn hér til hliðar eða skila umsóknarblaði sem fylgdi Félagsfréttum sem komu út í byrjun apríl sl.
Laust í Húsafelli
Við vekjum athygli félagsmanna á því bæði húsin í Húsafelli eru laus helgina 15-17 apríl – um að gera að skella sér í smá afslöppun. Það er voðalega notalegt að vera í Húsafelli þegar vorið er að koma 🙂 Einnig eru lausar helgar í Ölfusborgum í apríl. Til að bóka er hægt að fara hingað inn www.orlof.is/stettvest eða ýta …
EINN RÉTTUR EKKERT SVINDL
Veistu um fyrirtæki sem brjóta á ungu fólki eða erlendum starfsmönnum og nýta sér þekkingarleysi þeirra á réttindum sínum? Taktu þátt í átaki ASÍ – deilum reynslu okkar með myllumerkinu #EkkertSvindl og upprætum svindlið! Frekari upplýsingar má finna hér
Laust í Kiðárskógi 10 um páskana
Langar þig í bústað um páskana? Kiðárskógur 10 var að losna og gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Til að bóka er hægt að smella á bláa hnappinn hér til hliðar eða fara inn hér. Einnig bendum við á að það er laust í Ölfusborgum nær allar helgar í apríl – um að gera að skella sér í smá afslöppun …
Varst þú á staðnum?
Á 100 ára afmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 12. mars 2016 framkvæmdu Lúðrasveit verkalýðsins, kvennakórarnir Hrynjandi og Katla auk meðlima í Karlakór Reykjavíkur magnaðan gjörning (Flash mob) og göngum Hörpunnar í Reykjavík. Alls tóku 160 manns þátt. Lagið sem þau fluttu var Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson við texta Halldórs Laxness. Fyrir þá sem misstu af er hægt að horfa hér við mælum …
LANGAR ÞIG Í BÚSTAÐ Í SUMAR??
Í dag 15.mars er opnað fyrir umsóknir um sumarorlofstímabil og stendur til og með 20.apríl nk. Í boði eru eins og áður tvö hús í Húsafelli Kiðárskógur 1 og Kiðárskógur 10, eitt hús í Ölfusborgum og ný glæsileg íbúð á Akureyri Ásatún 26. Til að sækja um er félagsmönnum bent á nýja vefinn okkar http://orlof.is/stettvest/ eða skila til okkar umsóknareyðublaði sem má finna hér en …