Í nýrri könnun ASÍ á fiskafurðum kemur í ljós að verðmunurinn á hæsta og lægsta verði er að lágmarki 75%. Könnunin var gerð í 25 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð, víðsvegar um landið sl. mánudag. Kannað var verð á 23 algengum tegundum af fiskafurðum. Melabúðin neitaði þátttöku í könnuninni. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Litlu Fiskbúðinni Miðvangi …
Íbúðin í Ásholti laus nk. helgi v. forfalla!!!
Íbúðin í Reykjavík er laus næstkomandi helgi 20.-22. sept. vegna forfalla. Fyrstur kemur fyrstur fær! Hafið samband við skrifstofu í s. 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is
Kjaramálaráðstefna Stéttvest 7. september
Stéttarfélag Vesturlands boðar til kjaramálaráðstefnu þann 7. september nk. að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi og stendur hún frá kl. 10:00 til 17:00. Ráðstefnan er liður í undirbúningi fyrir komandi kjarasamninga. Við viljum hvetja fólk til að fjölmenna og taka virkan þátt í umræðum, þannig að samningafólk okkar hafi gott veganesti í komandi kjaraviðræðum. Að ráðstefnu lokinni býður Stéttarfélagið þátttakendum upp á …
Allt að 57% verðmunur á skólabókum
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í bókaverslunum landsins á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag. Farið var í 6 verslanir og skoðað verð á 32 algengum námsbókum. Aðeins Griffill Skeifunni átti til allar bækurnar, Bóksala Stúdenta Háskólatorgi átti til 31 titil af 32, A4 Skeifunni átti til 29 titla af 32, Eymundsson Kringlunni átti til 28, Forlagið …
Viltu grípa síðustu vikur sumarsins?
Orlofsíbúð félagsins að Furulundi 8 o á Akureyri er laus tvær síðustu vikurnar í ágúst, þ.e. frá 16. – 23. Eftir 30. ágúst tekur við vetrarleiga, þar sem leigður er hver dagur fyrir sig. Við eigum líka lausa viku í Ölfusborgum frá 23. – 30. ágúst. Rétt er að geta þess að stjórn Orlofssjóðs hefur ákveðið að vetrarleigan verði óbreytt frá …
Viltu gerast ferðamaður í höfuðborginni?
Íbúð félagsins í Ásholti 2 í Reykjavík er minna bókuð nú en oft áður. Laust er frá 28.júlí til 2. ágúst. Síðan er laust frá 4. ágúst til 9., þá er laust frá 11. – 23. ágúst. Eftir Menningarnæturhelgina er laust frá 25. ágúst til 20. september. Hvernig væri að gerast ferðamaður í borginni? Nú virðist góða veðrið vera komið suður og fátt …
Laus vika í Nónhvammi vegna forfalla!
Leigður! Vikan 2. – 9. ágúst í Nónhvammi við Búrfell í Grímsnesinu var að losna vegna forfalla. Verðið til félagsmanna er kr. 19.000. Fyrstur kemur fyrstur fær! Hafið samband við skrifstofu félagsins í síma 430- 0430!
Laus vika á Akureyri, þar sem sólin skín!
Leigð! Orlofsíbúð félagsins að Furulundi 8 á Akureyri er laus vikuna 19. -26. júlí vegna forfalla. Fyrstur kemur fyrstur fær. Leiga til félagsmanna er kr. 19.000. Nú er um að gera að vera fljótur og grípa tækifærið meðan það gefst!
Þetta þarft þú að vita um kaup og kjör
Ert þú að stíga þín fyrstu skref á vinnumarkaðnum? Þetta er það sem þú þarft nauðsynlega að vita, en ef þig vantar frekari upplýsingar eru stéttarfélögin reiðubúin til þjónustu. Ef eitthvað kemur upp á, ekki hika þá við að hafa samband við félagið þitt. Þú átt að fá LAUN fyrir þá vinnu sem þú vinnur, prufudagar án launa eru …
Mundu eftir afsláttarkortunum í fríið!
Ertu á leið í golf, útilegu eða veiði? Félagsmönnum Stéttarfélags Vesturlands býðst að kaupa hin ýmsu kort s.s. golf-, útilegu – og veiðikort með verulegum afslætti. Kortin veita aðgang að 28 golfvöllum, 35 veiðistöðum og á 46 tjaldsvæði víða á landinu. Hafðu samband við skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands og/eða kannaðu málið á www.utilegukortid.is , www.golfkortid.is eða www.veidikortid.is