Íbúð Stéttarfélags Vesturlands í Furulundi var að losna um páskana vegna forfalla. Hafið samband við skrifstofu Stéttvest í s: 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is Fyrstur kemur fyrstur fær að fara á skíði um páskana!
Vertu á verði! – rjúfum vítahring verðbólgunnar
Aðildarfélög ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar. Sendu ábendingar um verðhækkanir á – www. vertuaverdi.is Á heimasíðu átaksins www.vertuaverdi.is geta allir …
Kaupmáttur – atvinna – velferð! Fundur á Vesturlandi
6.03.13 Alþýðusamband Íslands boðar til fundar á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi, miðvikudaginn 6. mars kl. 19:30. Fundurinn er haldinn í samráði við stéttarfélögin á Vesturlandi. Um er að ræða einn af átta fundum, sem haldnir eru um land allt þessa dagana.Fjallað verður um stöðu kjaramála og kaupmáttar (baráttu við verðbólguna), sókn í atvinnumálum á Vesturlandi og hugmyndir ASÍ að …
Íbúðin í Reykjavík laus nk. helgi v. forfalla
Leigð! Íbúðin í Reykjavík er laus helgina 15.-17. febrúar vegna forfalla. Fyrstur kemur fyrstur fær! Hafið samband við skrifstofu í s. 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is
Hvað hafa Hagkaup, Kostur, Nóatún og Víðir að fela?
Verslanir Hagkaups, Kosts, Nóatúns og Víðis neita allar að veita neytendum eðlilegar og sjálfsagðar upplýsingar um verðlag í verslunum sínum með því að vísa verðtökufólki frá Verðlagseftirliti ASÍ út úr verslunum sínum. Ástæða er til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum því ætla má að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda …
Orlofshúsið í Húsafelli laust um helgina vegna forfalla
Hús Stéttarfélags Vesturlands í Húsafelli er laust um helgina vegna forfalla. Hafið samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða í tölvupósti stettvest@stettvest.is. Fyrstur kemur fyrstur fær!
Opinberir aðilar hækka verðbólgu
Frétt af vef ASÍ. Ríki og sveitarfélög hafa á síðustu árum aukið álögur á heimilin með ítrekuðum hækkunum á gjaldskrám og neyslusköttum. Þessar hækkanir skila sér beint út í verðlag og valda aukinni verðbólgu. Frá árinu 2008 hefur opinber þjónusta hækkað um ríflega 35% auk þess sem auknar álögur á eldsneyti, áfengi og tóbak hafa valdið um þriðjungs hækkun á …
Þeim fjölgar sem leggjast gegn uppsögn samninga
Þessa dagana berast fréttir af fundarhöldum samninganefnda landssambanda og einstakra stéttarfélaga sem skrifuðu undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins 5. maí 2011. Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem miðast við 1. febrúar 2013. Þar eru tilgreindir nokkrir mælikvarðar sem skoða þarf fyrir 21. janúar 2013. Sérstök forsendunefnd metur hvort forsendur standast og síðan er það samninganefnd ASÍ sem gengur endanlega frá því …
Félagsfréttir Stéttarfélags Vesturlands koma út í dag
Fréttabréf Stéttarfélags Vesturlands er komið glóðvolgt úr prentun og verður borið út í hvert hús á félagssvæðinu í dag/morgun auk þess á lögheimili þeirra félagsmanna sem búa utan svæðis. Hægt er að nálgast Félagsfréttirnar á pdf formi hér á vefnum með því að smella á myndina.
Greiðum dagpeninga og styrki fyrir jól!
Greiðsla dagpeninga og styrkja úr Sjúkrasjóði og fræðslusjóðum vegna desembermánaðar fer fram 21. desember nk. og verður það síðasti greiðsludagur á þessu ári.Skila þarf gögnum til félagsins í síðasta lagi kl. 16:00 fimmtudaginn 20. desember nk. til að ná þessari útborgun. Það sem kemur inn eftir þann tíma verður greitt í lok janúar 2013. Starfsmenn