Orlofshús Stéttarfélagsins við Kiðárskóga í Húsafelli er laust um komandi helgi vegna forfalla. Þá gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær um þennan umsetna dvalarstað okkar. Hægt er að panta í síma 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is
Hver er desemberuppbótin árið 2012?
Samkvæmt þeim kjarasamningum, sem Stéttarfélag Vesturlands er aðili að, ber að greiða launafólki desemberuppbót fyrir árið 2012, sem hér segir: Starfsfólk sveitarfélaga, samningur SGS og SNS, kr. 78.200 Verslunar- og skrifstofufólk, samningur LÍV og SA, 57.300 Verkafólk, samningur SGS og SA, 50.500 Iðnaðarmenn, samningar Samiðnar og SA, 50.500 Samningar SGS við ríkið 50.500Norðurál ehf., Hvalfjarðarsveit 146.522Elkem hf., …
Íbúðin í Furulundi og hús í Ölfusborgum laust!
Íbúð Stéttarfélags Vesturlands við Furulund á Akureyri er laus um helgina. Einnig er orlofshúsið í Ölfusborgum laust og gildir um báða kostina að fyrstur kemur fyrstur fær. Hafið samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is til að bóka.
Látið þið lífeyrissparnaðinn okkar vera!
Stjórn Stéttarfélags Vesturlands samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum þann 27. nóvember 2012: Stjórn Stéttarfélags Vesturlands styður eindregið ályktun miðstjórnar ASÍ frá 14. nóvember sl. þar sem skattlagningu á lífeyrisréttindi almenns launafólks er mótmælt. Félagið skorar á þá lífeyrissjóði sem félagsmenn þess eiga aðild að, að taka þátt í að skoða hvort forsendur eru fyrir því að fá þessari …
Algengustu bökunarvörur hækka umtalsvert milli ára
Þær bökunarvörur sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 13. nóvember sl. hafa hækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í nóvember í fyrra hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Nóatúni. Áberandi eru miklar verðhækkanir í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum. Vinsæl bökunarvara eins og Ljóma smjörlíki hefur hækkað um 12-18%, Pillsbury hveiti hefur hækkað um 8-20% …
Skrifstofa Stéttarfélagsins lokuð hluta föstudags!
Föstudaginn 16. nóvember verður skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands lokuð frá kl. 9:45 til kl.15:15. Starfsmenn félagsins verða á samráðsfundi hjá Vinnumálastofnun Vesturlands á Akranesi. Félagsmenn eru beðnir velvirðingar ef þessi lokun veldur vandkvæðum. Bent er á að ef hringt er í síma formanns 894-9804 verður haft samband til baka, strax og tækifæri gefst. Starfsmenn
Íbúðin í Reykjavík laus um helgina!
Íbúð Stéttarfélagsins við Ásholt í Reykjavík losnaði af óviðráðanlegum orsökum um helgina. Skelltu þér í skemmtilega helgarferð í höfuðstaðinn. Fyrstur kemur fyrstur fær!
Mikill verðmunur á umfelgun
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 24 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið sl. mánudag.Mestur verðmunur í könnuninni var á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa (t.d. Mitshubishi) með 18″ stálfelgum (265/60R18) sem var ódýrust á 7.000 kr. hjá Nýbarða en dýrust á 13.398 kr. hjá Sólningu, verðmunurinn var 6.398 kr. eða 91%. Fyrir álfelgur af sömu stærð er …
Mikill verðmunur á umfelgun
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 24 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið sl. mánudag.Mestur verðmunur í könnuninni var á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa (t.d. Mitshubishi) með 18″ stálfelgum (265/60R18) sem var ódýrust á 7.000 kr. hjá Nýbarða en dýrust á 13.398 kr. hjá Sólningu, verðmunurinn var 6.398 kr. eða 91%. Fyrir álfelgur af sömu stærð er …
Iceland aftur með lægsta verðið
Verslunin Iceland Engihjalla var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum, stórmörkuðum og klukkubúðum víðsvegar um landið mánudaginn 1. október. Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10/11 Laugavegi eða í um helmingi tilvika, en eins og áður sagði var lægsta verðið oftast að finna í versluninni Iceland, Bónus á Akureyri kom þar á eftir …