Dagskrár fyrir hátíðar- og baráttufundi 1.maí á vegum Stéttarfélags Vesturlands, SDS og Kjalar stéttarfélags má sjá hér: Búðardalur Borgarnes Endilega fjölmennið
Sumarúthlutun á morgun 18.apríl
Á morgun 18.apríl verður úthlutun orlofshúsa fyrir sumar 2018. Umsóknarfrestur rennur út kl 8:00 þann dag. Til að sækja um þarf að nota orlofsvefinn okkar hér Þeir sem fá úthlutað hafa tíma til 4.maí til að staðfesta greiðslu eftir það verður síðan opið fyrir alla að sækja um það verður ekki önnur úthlutun.
Auglýst eftir fulltrúum á ársfund Festu
Ársfundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn mánudaginn 7. maí nk. á Grand Hótel, Sigtúni, Reykjavík og hefjast fundarstörf kl. 18:00. Félagið á rétt á að senda 4 atkvæðisbæra fulltrúa til fundarins og þarf að hafa aðra fjóra félaga tiltæka til vara. Félagið auglýsir hér með eftir framboðum til þess að fylla þessi sæti. Framboðum þarf að skila …
Fræðslu- og samráðsdagur bílstjóra og tækjastjórnenda
Starfsgreinasambandið stendur fyrir fræðslu- og samráðsdegi fyrir bílstjóra og tækjastjórnendur þann 18. Apríl næstkomandi kl. 10-16:30 hér á höfuðborgarsvæðinu (nánari staðsetning síðar). Hugmyndin er að trúnaðarmenn eða aðrir fulltrúar stéttarinnar eigi sviðið þennan dag og fjalli um kjör, aðbúnað og aðstæður sínar. Uppbyggingin er svipuð og hjá félagsliðum. Drög að dagskrá eru svona: Kl. 10:00 – 11:00 Af hverju allar …
Opnað fyrir sumarúthlutun 15.mars kl 8:00
Orlofshús 2018 Við munum opna fyrir umsóknir 15. mars og úthluta 18. apríl. Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum orlofsvefinn sem er hægt að nálgast hér Leiðbeiningar má finna hér Ef einhverjir félagsmenn treysta sér ekki eða hafa ekki tök á að nota vefinn, geta þeir haft samband við skrifstofuna og fengið aðstoð við að …
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir þriðjudaginn 13. mars kl. 19.00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Dagskrá: 1. #metoo – hvað geta stéttarfélögin gert?: Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS kynnir hverjar eru skyldur félaganna og hvernig þau geta stutt …
Eftirlitsfulltrúi og regluvörður
Stéttarfélagi Vesturlands vantar starfsmann, sem hefði það hlutverk að heimsækja vinnustaði og fylgja eftir samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um vinnustaðaskírteini, ásamt því að gæta þess að réttindi fólks á vinnumakaði séu ekki brotin. Starfsmaðurinn þyrfti að geta hafið störf í maí. Helstu verkefni: · Vinnustaðaeftirlit og heimsóknir á vinnustaði á félagssvæðinu. · Upplýsingagjöf um réttindi á vinnumarkaði · Samskipti …
Launaþróunartryggingin sannar gildi sitt
Forseti ASÍ undirritaði í hádeginu samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Laun félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um að meðaltali 1,4 prósent vegna samkomulagsins og laun félaga ASÍ sem starfa hjá ríkinu um að meðaltali 0,5 prósent. Launaþróunartryggingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2018. Samkomulagið sem undirritað var í dag er gert á grunni rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins …
Formannafundur ASÍ vill ekki segja upp samningum
Formannafundur ASÍ sem haldinn var í gær, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum. Þetta var niðurstaðan eftir að formenn aðildarfélaganna höfðu kannað vilja félagsmanna til uppsagnar hver í sínu baklandi. Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig. Niðurstaða formanna: Já, vil segja upp 21 (42,9%) Nei, vil ekki …
Stjórnarkjör 2018 – listi Trúnaðarráðs
Stjórnarkjör 2018 Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára: varaformann, vararitara og 2. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2018, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Sæunnargötu 2a Borgarnesi, …