Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið stendur yfir, 2 dagar eftir!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið hófst fyrir viku síðan og stendur til 29.október nk. Atkvæðagreiðslan fer með rafrænum hætti. Allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við ríkið eru á kjörskrá. Til að greiða atkvæði er farið inn á síðu Starfsgreinasambandsins www.sgs.is og  smellt á „kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þá ætti viðkomandi að geta greitt atkvæði með því að nota lykilorð sem hann fékk sent i …

SGS og Flói semja við ríkið

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu samning við samninganefnd ríkisins í dag (7. október 2015), vegna starfsfólks aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum. Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor og gildir hann frá 1. maí síðastliðnum. Hækkun frá 1. maí er 25.000 krónur. Þann 1. júní árið 2016 hækka laun um 5,5%, að lágmarki 15.000 krónur auk …

Átt þú rétt á styrk?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands á aðild að menntasjóðunum Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks og geta félagsmenn því átt rétt á menntastyrkjum úr þessum sjóðum eftir þeim reglugerðum sem gilda í hverjum sjóði fyrir sig. www.landsmennt.is www.sveitamennt.is www.rikismennt.is www.starfsmennt.is     Um þessar mundir eru að fara af stað allskyns skemmtileg námskeið m.a hjá Símenntunarmiðstöðinni sjá betur: www.simenntun.is auk þess eru margir …

Vetrarleiga hefst 4.september

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stétt Vest vekur athygli félagsmanna á því að vetrarleiga á orlofshúsum hefst 4.september nk. Gildir þá reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Er ekki tilvalið að skella sér í smá afslöppun í bústað eina helgi í vetur? Mikið laust í Húsafelli, minna húsinu, og í Ölfusborgum.    

Laus íbúð um helgina og bústaðir eftir viku !

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Íbúðin á Akureyri er farin 14-16 ágúst. Orlofsíbúðin á Akureyri er laus frá föstudeginum 14. ágúst til föstudagsins 21. ágúst, vegna forfalla. Aftur er svo laust á Akureyri frá 28. ágúst fram til 8. sept. Í Húsafelli eru bæði húsin laus frá 21. ágúst til 4. sept. Stóra húsið er farið að bókast tölvert fram á haustið t.d. eru allar helgar í september bókaðar. …