Lágmarkskauptaxtar hækka 1. apríl

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru 7. mars 2024 var samið um kauptaxtaauka sem felur í sér að hækki launavísitala á almennum vinnumarkaði umfram umsamdar taxtahækkanir, hækka allir lágmarkskauptaxtar um sama hlutfall frá 1. apríl ár hvert. Sérstök launa- og forsendunefnd kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sem skipuð er fulltrúum frá ASÍ og SA, kom saman til fyrsta fundar …

Kjarasamningur við Elkem Ísland felldur í kosningu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nýr kjarasamningur Stéttarfélags Vesturlands og fleiri félaga við Elkem Ísland var felldur í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. Á kjörskrá voru 151 og var kjörsókn 77,48%. Voru úrslit sem hér segir: Nei sögðu 68 eða 58,12% Já sögðu 45 eða 38,46% Þeir sem ekki tóku afstöðu voru 4 eða 3,42% Unnið er að því að ákvarða næstu skref. Mikilvægt er að greina í hverju óánægjan er fólgin og athuga …

Styrkir sem laun í skattframtali 2024

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Sú leiðinlega villa varð við útkeyrslu gagna úr bókhaldskerfi Stéttarfélags Vesturlands að allir styrkir sem veittir voru á árinu 2024 til félagsmanna skráðust sem launatekjur inn á skattframtal þeirra. Styrkir frá stéttarfélögum eiga að fara í lið 2.3 í reit 96 á tekjublaði einstaklings og eru skattskyldir. Sjúkradagpeningar sem og greiðslur úr félagsmannasjóði eru ekki styrkir og eiga að færast …

Skrifað undir nýjan kjarasamning við Elkem Ísland

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Skrifað var undir nýjan kjarasmaning við Elkem Ísland nýverið. Umræður gengu í þónokkurn tíma og gekk erfiðlega að ná saman kjarasamningi á tímabili en hefur nú tekist. Samningurinn gildir í fjögur ár og er fyrsta árið í anda þess sem samið var um á hinum almenna vinnumarkaði en mun taka svo breytingum með tengingu við launavísitölu líkt og kjarasmaningar stóriðjunnar …

Stjórnarkjör 2025

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ekki bárust nein mótframboð við lista trúnaðarráðs og telst því listinn sjálfkjörinn Eftirtaldir aðilar voru í framboði: Formaður: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Þórólfsgötu 21a, 310 Borgarnesi Ritari: Einar Reynisson, Sóltúni 7, 311 Hvanneyri 1.meðstj.: Hafþór Ingi Gunnarsson, Egilsgötu 8,  310 Borgarnesi, Borgarnesi, 10.mars  2025             Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands

Stjórnarkjör 2025

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórnarkjör 2025   Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára: Formann, ritara og 1. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2025, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, merkt kjörstjórn, fyrir kl. …

Við fordæmum siðlausa framgöngu gagnvart ræstingafólki – yfirlýsing ASÍ, SGS og Eflingar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélögum víðsvegar um land bárust þær fregnir á haustmánuðum 2024 að fyrirtækið Dagar hf., sem hefur tæplega helmingshlutdeild á ræstingamarkaði, væri tekið að lækka laun starfsfólks síns um 20%. Á næstu misserum bárust fréttir um að fleiri fyrirtæki hefðu og eru að leika sama leik. Upp hófst mikil og löngu tímabær umfjöllun um störf og kjör ræstingafólks. En hverjar eru …

Leita eftir konum til að taka þátt í viðtalsrannsókn á félagslegum veruleika verkakvenna

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Verkakonur, vellíðan og velferðarkerfið er yfirskrift rannsóknar sem Háskólinn á Akureyri ásamt Háskóla Íslands er að fara af stað með. Leita aðstandendur rannsóknarinnar nú eftir kvenkyns viðmælendum til að taka þátt en tilgangur rannsóknarinnar er að öðlast skilning á félagslegum veruleika verkakvenna. „Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á félagslegan veruleika, líkamlega og andlega heilsu, samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs og …

Sumarhús félagsins í Ölfusborgum selt

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að selja sumarhús félagasins í Ölfusborgum. Ljóst var að húsið var komið á tíma varðandi viðhald ásamt fleirum kostnaðarsömum framkvæmdum sem lágu fyrir í hverfinu sjálfu. Þótti því réttast að þessu sinni að selja. Var það AFL starfsgreinasamband á Austurlandi er keypti og gengið hefur nú verið frá sölunni. …

Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Uppstillingarnefnd auglýsir eftir félagsmönnum í trúnaðarstöður. Stéttarfélag Vesturlands auglýsir hér með eftir áhugasömum félagsmönnum til að gegna hinum ýmsu trúnaðarstöðum fyrir félagið. Félaginu er skipt í fimm deildir og hver þeirra hefur sérstaka stjórn. Iðnsveinadeildin hefur þriggja manna stjórn og tvo til vara. Deildir verslunar- og skrifstofufólks, Matvæla, flutninga- og þjónustu, Iðnaðar, mannvirkja- og stóriðju og Deild starfsfólks hjá ríki …