ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október sl. í Reykjavík og var yfirskriftin að þessu sinni „Raddir ungs fólks til áhrifa – Kraftur tiil breytinga.“ Á þinginu var unnið öflugt málefnastarf þar sem málefni voru valin út frá stefnumótunarstarfi stjórnar. Til umræðu voru málefni sem snerta ungt fólk sérstaklega; málefni fjölskyldufólks, húsnæðismál, brotastarfsemi og samgöngumál. Niðurstaða þingsins voru fjórar ályktanir, sem marka stefnu nýrrar stjórnar. Þær má lesa hér. Ný …
Engin rúta!
Ekki náðist skráning í rútu til Reykjavíkur í dag á kvennaverkfall. Því fer engin rúta en við vonum samt að konur og kvár sýni samstöðu og mæti á samstöðufund á Arnarhól. Jafnfrétti er ekki náð og næst ekki án okkar!
Lokað vegna kvennaverkfalls
Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður lokuð á föstudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls. Mínar síður eru alltaf opnar.
Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur!
Á föstudaginn næsta 24. október eru liðin 50 ár frá því að 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf og gengu fylgtu liði niður á Lækjartorg og mótmæltu kynjamisréttinu sem þær bjuggu við. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda sýndu konur fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið sem lamaðist þennan dag. Nú 50 árum síðar er baráttunni ekki lokið. …
Nútíma kvennabarátta – ráðstefna í Hörpu
Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni kvennaárs í Hörpu næst komandi föstudag. Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að varpa sérstöku ljósi á hinar fjölmörgu áskoranir sem mæta konum af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði og í samfélaginu. Þær festast gjarnan í láglaunastörfum, eiga erfitt með að fá hæfni og …
Stefnan tekin til næstu tveggja ára á 10. þingi SGS
Á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands sem lauk á dögunum var stefnan mótuð til næstu tveggja ára. Þar voru samþykktar sjö ályktanir um byggðamál, starfsemi PCC á Bakka, húsnæðismál, kjaramál, leikskólamál, lífeyrismál og starfsemi erlenda vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér á landi. Skoraði þingið á á stjórnvöld að standa vörð um landsbyggðina í byggðamálum enda skapar landsbyggðin stóran hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar með framleiðslu, …
Lentir þú í úrtaki?
Þessa dagana er Gallup að senda skoðunarkönnun út til félagsfólks Stéttarfélags Vesturlands. Við biðjum það félagsfólk sem lenti í úrtaki að svara hið fyrsta. Könnunin, sem unnin er í samvinnu við Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði, spyr um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsfólks. Með þátttöku í könnuninni lendir félagsfólk sjálfkrafa í happadrættispotti. Sumir vinningar skila sér strax við …
Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel í leikskólamálum
Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar á hinu svokallaða Kópavogsmódeli í leikskólamálum. Rannsóknin byggir á viðtölum við 20 foreldra leikskólabarna í Kópavogi en viðmælenda var aflað með tilviljunarkenndu úrtaki. Hvað er Kópavogsmódelið í leikskólamálum? Kópavogsmódelið er hugtak sem notað er yfir grundvallarbreytingar sem Kópavogsbær réðst í haustið 2023 á leikskólakerfinu. Breytingin fólst í að sex tíma …
Ályktun formannafundar SGS
Á dögunum sendi formannafundur Starfsgreinasambands Íslands frá sér ályktun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þar fordæmir fundurinn harðlega ákvörðun stjórnvalda um að afnema framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða frá og með næstu áramótum. Bitnar þessar breytingar ekki síst á verkamannsjóðum þar sem örorkubyrgðin er mest. „Þar safnar verkafólk, sem vinnur erfiðisvinnu og stendur undir samfélaginu með líkamlegu átaki, allt að …
Opinn trúnaðarráðsfundur í kvöld
Minnum félagsfólk okkar á opinn fund Trúnaðarráðs í kvöld, mánudag 15. september, klukkan 18:00. Dagskrá fundarinns er sem hér segir: Kjör þriggja manna uppstillingarnefndar vegna trúnaðarstarfa fyrir félagið samkv. 20. gr. laga félagsins. kjör fimm fulltrúa á 10. þing SGS sem haldið er á Akureyri 8.-10. október nk. kjör tveggja fulltrúa á 34. þing LÍV sem haldið er í Reykjavík …









