Starfsfólk Brákarhlíðar samþykkir nýjan kjarasamning

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kosning starfsfólks Brákarhlíðar vegna nýs kjarasamnings SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 3. júlí síðastliðinn lauk kl 9:00 í morgun. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 5.-15. júlí. Á kjörskrá voru 72 manns og var kjörsókn 33,33 %. Já sögðu 83,33 %, nei sögðu 4,17 % og 12,5 % tóku ekki afstöðu

Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga 2024-2028 samþykktur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 17 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 3. júlí síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 5.-15. júlí. Á kjörskrá voru 3972 manns og var kjörsókn 17,45%. Já sögðu 84,27%, nei sögðu 10,39% og 5,34% tóku ekki afstöðu. Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim …

Kjarasamningur við ríkið 2024-2028 samþykktur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 25. júní síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 1.-8. júlí. Á kjörskrá voru 1.309 manns og var kjörsókn 22,84%. Já sögðu 87,96%, nei sögðu 7,69% og 4,35% tóku ekki afstöðu. Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim …

KJÓSA HÉR – Brákarhlíð og sveitarfélög

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga þið getið nú kosið um samninginn. Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst föstudaginn 5. júlí kl. 12:00 og lýkur mánudaginn 15. júlí kl. 09:00 Starfsfólk sveitarfélaganna kjósa hér  Starfsfólk Brákarhlíðar kjósa hér  Allar frekari upplýsingar um samninginn má sjá hér Ef þú ert ekki á kjörskrá en telur þig eiga …

Lokað / closed 8.-12.júlí nk

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Lokað verður á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands vikuna 8.-12. júlí nk. vegna sumarleyfa. Styrkir verða næst greiddir 19.júlí og sjúkradagpeningar 31.júlí. Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna ykkur mínar síður þar sem hægt er að sækja um alla styrki hvort sem er menntastyrki, styrki úr sjúkrasjóði eða orlofssjóði. Sé erindið áríðandi má hafa samband við formann í síma 6988685 The …

KJÓSA HÉR-Kjarasamningur milli SGS og fjármálaráðherra fh.ríkissjóðs

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningi SGS og ríkisins nú er hægt að kjósa um nýjan kjarasamning með að smella HÉR  Allar helstu upplýsingar um samninginn á upplýsingasíðu um samninginn: https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-rikisins-2024-2028/ Atkvæðagreiðslu lýkur mánudaginn 8.júlí 2024 kl 9:00  

Kjarasamningur við sveitarfélögin í höfn

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þann 3. júlí, undirrituðu 17 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins kjarasamning til fjögurra ára við Samband íslenskra sveitarfélaga. SGS vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara þann 20. júní og síðan þá hafa samningsaðilar fundað stíft undir verkstjórn ríkissáttasemjara í þeim tilgangi að ganga frá samningi sem báðir aðilar getað unað við. Þau fundarhöld báru loksins árangur. Félögin sem standa að samningnum eru: Aldan stéttarfélag, Báran …

SGS undirritar nýjan kjarasamning við ríkið

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu þann 26.júní 2024 nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð og gildir samningurinn frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir þeir samningar sem ríkið hefur gengið frá að undanförnu. Samningnum fylgja nýjar launatöflur og munu laun hækka afturvirkt frá 1. apríl 2024. Samkvæmt launatöflu nýs samnings hækka laun …

Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Menntaskóli Borgarfjarðar  hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Við erum stolt af því að taka þátt í þessu verkefni og vonumst til þess að nemendur nýti sér þetta vel. Framkvæmd er þannig háttað að tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk allt að fjórum sálfræðitímum á skólaári. MB greiðir fyrsta tímann …

Bygging hagkvæmra leiguíbúða fyrir verkafólk

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn mánudaginn 3.júní  sl. í Alþýðuhúsinu sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn mánudaginn 3. júní 2024 í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi, ítrekar áskorun sem stjórn félagsins sendi Sveitarstjórn Borgarbyggðar fyrir rúmum 5 árum og fjallaði um að bjóða Bjargi íbúðafélagi til samstarfs um byggingu hagkvæmra leiguíbúða fyrir verkafólk. Rætt hefur verið við 3 sveitarstjóra um …