Formannafundur Starfgreinasambandsins þann 10. desember síðastliðinn, sendi frá sér ályktun um alvarlega þróun á vistunartíma barna á leikskólum víðsvegar um landið. Ráðgert er að daglegur vistunartími verði styttur í 6 klukkustundir en gjald fyrir dvalartíma umfram þann tíma verði hækkað verulega. Þessar breytingar hafa alvarlega afleiðingar í för með sér fyrir stóran hóp á vinnumarkaði sem hefur ekki enn fengið …
Breytingar á opnunartímum skrifstofu
Þann 2. janúar næstkomandi taka gildi breytingar á opnunartíma skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi. Verður opnun sem hér segir: Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 15:00 Föstudaga 09:00 – 14:00 Minnum á að allar umsóknir fara í gegnum Mínar Síður.
Ályktun formannafundar SGS – Virðing og SVEIT
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands varar starfsfólk í veitingageiranum við meintu „stéttarfélagi“ sem stofnað var nýverið og ber heitið Virðing. Virðing ber öll merki þess að vera gervi „stéttarfélag“, stofnað af hálfu atvinnurekenda í veitingageiranum, stendur utan heildarsamtaka launafólks og hefur gert gervikjarasamning sem er ekki í nokkru samræmi við þá lögmætu samninga sem eru í gildi í veitingageiranum. Þau kjör sem …
Opnunartími um jól og áramót og afgreiðsla styrkja
Skrifstofa Stéttarfélag Vesturlands verður lokuð milli jóla og nýjars en opið verður á þorláksmessu 23. desember frá klukkan 8:00 – 16:00. Opnum aftur hress og kát þann 2. janúar 10:00 – 15:00. Vakin er athygli á að síðasti dagur afgreiðslu úr sjúkrasjóði bæði styrkir og sjúkradagpeningar á árinu 2024 er 30. desember. Allar umsóknir vegna sjúkradagpeninga þurfa að berast í …
Breytingar á bótareglum sjúkrasjóðs
Á 152. fundi stjórnar sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands, þann 2. desember sl., voru samþykktar breytingar á bótareglum sjóðsins sem staðfestar voru á 79. fundi Trúnaðarráðs þann 11. desember síðastliðinn. Breytingar voru gerðar á bótaflokkum, styrk upphæðum sem og verklagsreglum úthlutunnar. Var ráðist í þessar breytingar til að einfalda og samþætta umsóknaferlið og minnka líkur á mistökum við afgreiðslu. Allir félagsmenn öðlast …
Fundarboð – opinn fundur Trúnaðarráðs
79. fundur Trúnaðarráðs Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn í kvöld, 11. desember, klukkan 19:00 á Hótel Hamri. Dáskrá: Fundargerðir Trúnaðarráðs númer 77. og 78. – framlagning og afgreiðsla. Breytingar á fjárhæðum vegna Sjúkrasjóðs lagðar fram samkvæmt 22.gr. laga félagsins. Formannafundur SGS 10. desember sl. – fréttir af vettvangi. Farið yfir framboð til trúnaðarstarfa til uppstillingarnefndar. Önnur mál. Félagar fjölmennum!
Desemberuppbót 2024 – nýjar reiknivélar (SGS)
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Um er að ræða fasta krónutölu sem tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunnar uppbætur skal gera upp …
Ræstingarauki – hvað er það?
Í kjarasamningi SGS og SA, sem undirritaður var í mars 2024, var samið um svokallaðan ræstingarauka fyrir starfsfólk í ræstingum. Þetta þýðir að ræstingarfólk fékk sérstaka viðbótargreiðslu frá og með ágúst 2024. Ræstingarauki er sérgreiðsla sem á að greiða út mánaðarlega og reiknast hún í hlutfalli við starfshlutfall, en fyrir fullt starf er ræstingarauki 19.500 kr. á mánuði. Ræstingaraukinn myndar ekki …
Skertur opnunartími fimmtudag og föstudag
Kæru félagsmenn Skristofa Stéttarfélags Vesturlands lokar kl 14:00 fimmtudaginn 14.nóvember og kl 12:00 föstudaginn 15.nóvember vegna ráðstefnu og funda hjá starfsfólki. Við bendum á mínar síður og tölvupóstinn okkar stettvest@stettvest.is . The office closes at 14:00 on Thursday, November 14 and at 12:00 on Friday, November 15 due to conferences and meetings. We suggest mínar síður and our email stettvest@stettvest.is.
Breytingar á afgreiðslu umsókna í orlofssjóð
Á síðasta fundi stjórnar orlofssjóðs þann 7. nóvember sl. var samþykkt að skerpa á reglum varðandi úthlutanir styrkja vegna hótelgistinga. Nauðsynlegt er að umsóknum um endurgreiðslu fylgi löglegur reikningur og bankakvittun úr íslenskum banka um að greiðsla hafi farið fram. Samþykkt var að breyta afgreiðslu á þá leið að einungis er hægt að sækja um endurgreiðslu vegna gistingar á hótelum …