Nú er allt að verða til reiðu fyrir kosningar um kjarasamning SGS og ríkið hér má nálgast allt kynningarefni: https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-rikisins-2019-2023/ Einnig má sjá kynningarmyndband hér: https://www.youtube.com/watch?time_continue=13&v=FD9ReT_SA1g&feature=emb_logo Kynningarbæklingur er í prentun og er síðan sendur á alla þá sem eru á kjörskrá með pósti. Kosningin hefst kl. 12:00 á morgun 19. mars og lýkur fimmtudaginn 26. mars kl. 16:00 – hér …
Aðgerðir vegna samdráttar á vinnumarkaði – english and polish below
Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum vinnumarkaði eftir að lýst hefur verið yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar. Nú þegar hefur orðið mikill samdráttur í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum og stöðugt berast upplýsingar um aðgerðir erlendis frá sem leiða til frekari samdráttar. Hér er um fordæmalausar og tímabundnar aðstæður á vinnumarkaði að ræða sem mikilvægt er að bregðast hratt við af festu …
Iðnsveinar athugið – Breytingar á kjörum 1.apríl nk.
Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru við Samtök atvinnulífsins í fyrravor verður tekinn upp virkur vinnutími 1. apríl næstkomandi. Starfsmaður í fullu starfi fær greiddar 37 vinnustundir á viku fyrir fullt starf. Deilitala dagvinnutímakaups verður 160 í stað 173,33 tímar. Jafnframt er í samningum heimild til að semja um 36 stunda vinnuviku. Hér fyrir neðan er texti úr dreifibréfi frá iðnfélögunum …
Hvetjum til rafrænna samskipta – Farsóttin – corona virus – koronawirus
Í ljósi þeirra ráðlegginga sem sóttvarnarlæknir hefur gefið frá sér vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar, viljum við hvetja félagsmenn til að nýta sér síma, tölvupóst og vefsíðu félagsins fremur en að mæta á skrifstofurnar ef hægt er. Stéttarfélag Vesturlands vill vekja athygli félagsmanna á að fjölda erinda við félagið er hægt að sinna í gegnum síma og með tölvupósti. Sími félagsins …
íbúðin í Ásholti laus 3.-6. apríl
vegna forfalla er íbúðin í Ásholti laus 3.-6. apríl nk – til að bóka er best að fara inn á orlofsvefinn okkar hér
Ath skrifstofa StéttVest er lokuð föstudaginn 13.mars nk.
Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður lokuð nk föstudag 13.mars og því verða styrkir greiddir út þann 12.mars að þessu sinni.
Heildarkjarasamningur SGS og SA kominn á vefinn
Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í apríl 2019 vegna starfa á almennum vinnumarkaði. Sá samningur er löngum nefndur Lífskjarasamningurinn og gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Uppfærsla kjarasamninga getur verið tímafrek nákvæmnisvinna og hefur útgáfa samningsins því miður dregist alltof lengi. Nú er vefútgáfa heildarkjarasamningsins hins vegar tilbúin og aðgengileg á vef SGS. Samningurinn …
Virk ráðgjafi flytur tímabundið vegna breytinga á húsi
Vegna breytinga á húsi skristofu Stéttarfélags Vesturlands flytur Virkráðgjafi tímabundi í Félagsbæ – Við látum vita hvænar Virk er komið aftur undir okkar þak Auk þess má búast við örlítilli röskun á starfi skrifstounnar almennt í húsinu vegna þessa en við vonum að það komi ekki til með að hafa stór áhrif.
Þríhliða sátt um viðbrögð við COVID-19 – english and polish below
Ríkisstjórn Íslands, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa náð þríhliða samkomulagi um aðgerðir til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 veirunnar hér á landi með því að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Mikill fjöldi launafólks hefur að tilmælum yfirvalda farið í sóttkví sem felur það …